Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Side 9
SIGURÐUR NORDAL:
Ávarp um handritamálið
Flult á 2. landsmóti islenzkra stúdenta 19. júlí 1947.
íslenzkir stúdentar!
Mér er það sérstakt gleðiefni, að einmitt handritamálið skuli hafa
verið gert aðalumræðuefni þessa 2. landsmóts íslenzkra stúdenta. Og
það er eindregin von mín, að okkur auðnist að ná fullu samkomulagi
um ályktun, sem birti alþjóðarvilja íslendinga. Þetta mál er svo ein-
falt frá íslenzku sjónarmiði, að engu barni er í rauninni ofvaxið að
skilja meginatriði þess, bæði með heila og hjarta. Hér kemur því
lítt til greina, að stúdentar hafi þekkingu eða lærdóm fram yfir annað
fólk til að dæma það. En eg vil halda því fram, og því ættu íslenzkir
stúdentar aldrei að gleyma, að varla í nokkuru öðru landi standi
stúdentar betur að vígi til þess að vera fulltrúar þjóðar sinnar, þótt
þeim hafi ekki verið falið neitt umboð til slíks með atkvæðagreiðslu
eða kosningum. Við erum komnir úr öllum stéttum, úr öllum lands-
hlutum, skiptumst milli allra stjórnmálaflokka og allra viðhorfa til
þjóðmála, höfum tekið þátt í alls konar störfum. Þetta mót væri nú
miklu fjölsóttara, ef ungir stúdentar hundruðum saman væru ekki
dreifðir um land og fiskimið til þess að leggja hönd að verki um
bjargræðistímann. Þegar íslenzkir stúdentar eru einhuga um eitthvert
mál, eins og hér mun vafalaust koma í Ijós, þá er það öruggur vitnis-
burður um einhug þjóðarinnar.
Og þennan einhug höfum við fram yfir þá þjóð, sem enn hefur
flest dýrmætustu handrit okkar í sínum vörzlum. Við megum vera
mjög þakldátir þeim mönnum í Danmörku, stjórnmálamönnum,
blaðamönnum, lýðskólastj órum og ýmsum öðrum, sem hafa á al-
mennum vettvangi stutt málstað okkar, — og efalaust eru þar miklu
fleiri honum fylgjandi en við vitum mn. Það hlýtur alltaf að verða