Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Page 9

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Page 9
SIGURÐUR NORDAL: Ávarp um handritamálið Flult á 2. landsmóti islenzkra stúdenta 19. júlí 1947. íslenzkir stúdentar! Mér er það sérstakt gleðiefni, að einmitt handritamálið skuli hafa verið gert aðalumræðuefni þessa 2. landsmóts íslenzkra stúdenta. Og það er eindregin von mín, að okkur auðnist að ná fullu samkomulagi um ályktun, sem birti alþjóðarvilja íslendinga. Þetta mál er svo ein- falt frá íslenzku sjónarmiði, að engu barni er í rauninni ofvaxið að skilja meginatriði þess, bæði með heila og hjarta. Hér kemur því lítt til greina, að stúdentar hafi þekkingu eða lærdóm fram yfir annað fólk til að dæma það. En eg vil halda því fram, og því ættu íslenzkir stúdentar aldrei að gleyma, að varla í nokkuru öðru landi standi stúdentar betur að vígi til þess að vera fulltrúar þjóðar sinnar, þótt þeim hafi ekki verið falið neitt umboð til slíks með atkvæðagreiðslu eða kosningum. Við erum komnir úr öllum stéttum, úr öllum lands- hlutum, skiptumst milli allra stjórnmálaflokka og allra viðhorfa til þjóðmála, höfum tekið þátt í alls konar störfum. Þetta mót væri nú miklu fjölsóttara, ef ungir stúdentar hundruðum saman væru ekki dreifðir um land og fiskimið til þess að leggja hönd að verki um bjargræðistímann. Þegar íslenzkir stúdentar eru einhuga um eitthvert mál, eins og hér mun vafalaust koma í Ijós, þá er það öruggur vitnis- burður um einhug þjóðarinnar. Og þennan einhug höfum við fram yfir þá þjóð, sem enn hefur flest dýrmætustu handrit okkar í sínum vörzlum. Við megum vera mjög þakldátir þeim mönnum í Danmörku, stjórnmálamönnum, blaðamönnum, lýðskólastj órum og ýmsum öðrum, sem hafa á al- mennum vettvangi stutt málstað okkar, — og efalaust eru þar miklu fleiri honum fylgjandi en við vitum mn. Það hlýtur alltaf að verða
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.