Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Page 10
104
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
gleði, bæði á himni og jörðu, yfir liverjunr manni, sem sýnir eg sann-
ar, að ættjarðarást og óbilgirni gagnvart öðrum þjóðum þurfa ekki
að fara saman. Þessi afstaða margra mætra manna til málsins mundi
endast til að sannfæra okkur um réttlæti málstaðar okkar, ef slíks
væri þörf. En hún ætti auk þess að styrkja trú þeirra. sem enn
kunna að efast um framgang málsins, að það hljóti að lokum að
verða leitt til þeirra einu lykta, sem við er unandi.
Eg sagði „að lokum“, — og ef til vill finnst ykkur, að í þeim
orðum sé uggur um, að það kunni að dragast á langinn. Eg vona,
að svo verði ekki. En við eigum að vera við því búnir, ef svo
skyldi fara. Það er sagt um suma krakka, að þeir séu allra beztu
börn, ef þeir fái allt, sem þeir biðja um, og fái það undir eins.
Og það má líka segja um sumt fullorðið fólk, að það sé ákaflega
duglegt, ef það geti gert eitthvað í hvellinum og helzt með ekki
allt of þreytandi áreynslu, en þrautseigjuna bresti, þegar leiðin sé
löng og þungt fyrir fæti. Þetta má ekki koma fyrir okkur, hvað
sem kynni að tefja handritamálið. Ef það gengur ekki fram, getur
það ekki verið neinu að kenna nema því, að íslendingar hætti að
nenna að vilja það af nógu heilum huga. Því verður að halda sí-
vakandi, hvort sem það tekur lengri eða skemmri tíma, og viljinn
iná ekki dofna né kólna, heldur verður að stælast og hitna við
hverja þá torfæru, sem fyrir því kynni að verða.
En viljanum verður svo bezt haldið vakandi og vaxandi, að hann
fái að njóta sín og neyta í verki. Sóknin í handritamálinu er ekki
einungis háð á umræðufundum, hvorki okkar á meðal né við Dani.
Allt, sem hér á landi er unnið í þágu íslenzkra fræða, allt, sem gert
er til að hlynna að þeim, öll rækt, sem almenningur sýnir þeim, er
þáttur í baráttunni. Allt, sem við getum gert til þess að láta aðrar
þjóðir sannfærast um, að við séum öðrum verðugri að hafa frum-
gögnin í höndum, við vinnum bezt úr þeim, hingað eigi allir að
líta, sem vilji kynnast þessum frábæru bókmenntum og skilja þær,
er í senn liðsafnaðu'r til sigurs og verður líka skylda okkar, þegar
við fáum handritin heim. Ef við ættum að sýna trú okkar og vilja
í verkinu til fullrar hlítar, ættum við nú, undir eins, að útbúa gott
húsnæði handa handritunum og koma á fót útgáfustofnun, sem
bætti úr þeirri brýnu þörf, sem er á nýjum útgáfum fornritanna,