Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Page 18

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Page 18
112 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR sér hjá að hlusta á staðreyndir; eða jafnvel {jað sé hlutverk frelsis- ins að vera afsökun fyrir baráttu gegn þekkíngu og vísindum, -— þó menn taki kanski ekki jafndjúpt í árinni og blöð kapítalista í Banda- ríkjunum í haust, þegar þau sögðu að það jafngilti afnámi andlegs frelsis og lýðfrelsis í heiminum ef mönnum væri bannað að æsa til stríðs í dagblöðunum: næsta stigið væri að halda því fram að frelsi sé það að mega óhultur og óáreittur gánga um og drepa menn. Um einn hlut þarf ekki að deila af því hann er inntak mannkyns- sögunnar: mannvitið er framsækið. Hver sá sem kýs sér frelsi til að halda fram vitleysu mun fyr eða- síðar komast í þá aðstöðu að hann á ekki annars úrkosti en gánga út og kaupa rýtíng; og þetta er or- sökin til þess að alt afturhald er herskátt og — dauðadæmt. Satt er það, Hitler var siðferðilegt afl í heiminum, gáfnaljós og hetja, eins leingi og rök hans voru óvígur her, en ekki heldur degi leingur. Það er forn regla íslensk, bókfest af Ara fróða, elleftualdarmanni, að skylt sé að hafa það heldur er sannara reynist. Eg held að ef vís- indalegur sannleiki er viðurkendur grundvöllur sérhverrar kenn- íngar, þá hafi allmikið frelsi áunnist; að minsta kosti er erfitt að ímynda sér nokkurt annað frelsi, nema frelsi vitleysunnar. Af öllum þeim stoðum er renna undir þjóðfélag er siðfræði einna völtust. Það er upphaf sögu vorrar norðurlandabúa, að ránskapur til sjós og lands var ekki aðeins talinn góðir siðir, heldur stórdygð og hetjuskapur. Þegar forfeður okkar skorti fé sigldu þeir til Bretlands- eya, rændu þorp og klaustur, brytjuðu saklaust fólk og hjuggu bú- smala. Eitt mesta siðferðisafrek víkínga og hetjudáð var það er þeim tókst að leggja í auðn í bókstaflegum skilníngi eilt hinna fáu menn- ingarþjóðfélaga sem þá voru til í Evrópu, Irland. Þessari dáðaríku iðju héldu víkíngar áfram uns ríki í löndum þessum voru skipulögð nógu sterklega til að stemma stigu við heimsóknum þeirra. Ránskap- ur hefur jafnan í sögunni verið hávirðulegur starfi þángað til hinir rændu urðu ræníngjunum yfirsterkari, — þá en fyr ekki fór dýrðin af. I Bandaríkjum Norðuramríku eru mestu arðræníngjar þjóðar- innar enn þann dag í dag álitnir nokkurskonar alhrein helgistétt þjóðleg. Það starf að gera sér strit annarra manna að féþúfu, arð- ránið, er siðferðilegt. dygðugt og hetjulegt starf, þángaðtil hinir arðrændu setja elkur við vési arðræníngjanna. lýsa kapítalismann
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.