Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Síða 18
112
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
sér hjá að hlusta á staðreyndir; eða jafnvel {jað sé hlutverk frelsis-
ins að vera afsökun fyrir baráttu gegn þekkíngu og vísindum, -— þó
menn taki kanski ekki jafndjúpt í árinni og blöð kapítalista í Banda-
ríkjunum í haust, þegar þau sögðu að það jafngilti afnámi andlegs
frelsis og lýðfrelsis í heiminum ef mönnum væri bannað að æsa til
stríðs í dagblöðunum: næsta stigið væri að halda því fram að frelsi
sé það að mega óhultur og óáreittur gánga um og drepa menn.
Um einn hlut þarf ekki að deila af því hann er inntak mannkyns-
sögunnar: mannvitið er framsækið. Hver sá sem kýs sér frelsi til að
halda fram vitleysu mun fyr eða- síðar komast í þá aðstöðu að hann
á ekki annars úrkosti en gánga út og kaupa rýtíng; og þetta er or-
sökin til þess að alt afturhald er herskátt og — dauðadæmt. Satt er
það, Hitler var siðferðilegt afl í heiminum, gáfnaljós og hetja, eins
leingi og rök hans voru óvígur her, en ekki heldur degi leingur.
Það er forn regla íslensk, bókfest af Ara fróða, elleftualdarmanni,
að skylt sé að hafa það heldur er sannara reynist. Eg held að ef vís-
indalegur sannleiki er viðurkendur grundvöllur sérhverrar kenn-
íngar, þá hafi allmikið frelsi áunnist; að minsta kosti er erfitt að
ímynda sér nokkurt annað frelsi, nema frelsi vitleysunnar.
Af öllum þeim stoðum er renna undir þjóðfélag er siðfræði einna
völtust. Það er upphaf sögu vorrar norðurlandabúa, að ránskapur
til sjós og lands var ekki aðeins talinn góðir siðir, heldur stórdygð og
hetjuskapur. Þegar forfeður okkar skorti fé sigldu þeir til Bretlands-
eya, rændu þorp og klaustur, brytjuðu saklaust fólk og hjuggu bú-
smala. Eitt mesta siðferðisafrek víkínga og hetjudáð var það er þeim
tókst að leggja í auðn í bókstaflegum skilníngi eilt hinna fáu menn-
ingarþjóðfélaga sem þá voru til í Evrópu, Irland. Þessari dáðaríku
iðju héldu víkíngar áfram uns ríki í löndum þessum voru skipulögð
nógu sterklega til að stemma stigu við heimsóknum þeirra. Ránskap-
ur hefur jafnan í sögunni verið hávirðulegur starfi þángað til hinir
rændu urðu ræníngjunum yfirsterkari, — þá en fyr ekki fór dýrðin
af. I Bandaríkjum Norðuramríku eru mestu arðræníngjar þjóðar-
innar enn þann dag í dag álitnir nokkurskonar alhrein helgistétt
þjóðleg. Það starf að gera sér strit annarra manna að féþúfu, arð-
ránið, er siðferðilegt. dygðugt og hetjulegt starf, þángaðtil hinir
arðrændu setja elkur við vési arðræníngjanna. lýsa kapítalismann