Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Qupperneq 23
STARFSEMI AUÐHRINGANNA
117
ár sinni svo vel og þægilega fyrir borð. Efnafræðingum hjá du Pont
hafði tekizt að framleiða nýja tegund gervilita, svonefnda Monastral-
liti, er voru mjög ódýrir í framleiðslu og nota mátti bæði sem fata-
efnaliti og málningarliti. Du Pont áleit þessa liti mjög arðvænlega
og heppilega til notkunar í málningu, en hafði af því miklar áhyggj-
ur, að framleiðsla þeirra mundi geta „truflað“ hið góða verðlag á
fataeínalitum. En auðhringar deyja aldrei ráðalausir. Efnafræð-
ingunum var fengið það hlutverk að bæta einhverju efni í þessa
liti, er gerðu það að verkum, að þeir yrðu óhæfir til Iitunar fataefna,
en jafnhæfir til málningar. Þetta kostaði efnafræðingana mikil heila-
brot og margar tilraunir, en að lokum fannst lausnin. Til eru efni
sem valda húðsjúkdómum, ef þau núast við hörundið. Þessum efn-
um mátti blanda í litina, án þess að það rýrði notagildi þeirra til
málningar. Þannig eru vísindin notuð í þjónustu auðhringanna.
Rafmagnsperur
Skemmtilegasta dæmið í bók McConkey’s er sagan um rafmagns-
perurnar. Framleiðsla þeirra hefur allt frá því í upphafi aldarinnar
verið i höndum tveggja auðhringa, annars í Ameríku, General
Electric, og hins i Evrópu. Árið 1928 ákváðu sænsku samvinnufé-
lögin að koma upp sinni eigin verksmiðju í þessari grein og losa
með því Svíþjóð undan yfirráðum hringsins. Þegar hringurinn
komst að þessu sendi hann eftir sænska samvinnumanninum Anders
Hedberg, er var forgöngumaður um þetta mál, til viðræðna suður
í Sviss, og var ætlunin að fá Svíana ofan af þessum fjanda. Eftir-
farandi samtal spannst þá milli Hedbergs og Oppenheimers, eins
helzta leiðtoga hringsins:
..Oppenheimer: Ef það er aðeins verðið, sem er of hátt, þá getum
við mætt yður á miðri leið, hvað það snertir. Við munum ekki
verða örðugir viðfangs. En við verðum að halda markaði okkar í
Svíþjóð. Við getum ekki gengið inn á, að nein ný verksmiðja sé
byggð þar. Við höfum lært mikið af Bandaríkjamönnum upp á
síðkastið, þeir ná annaðhvort samkomulagi við verksmiðjur, sem
standa utan við, eða þeir kaupa þær upp á einn eða annan hátt, eða
þá að þeir þurrka þær út. Sigurvegarinn hefur liingað til alltaf