Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Síða 24
118
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
verið sá sami. General Electric Company er enginn lítilmagni, eins
og þér vilið. En við hér í Evrópu stöndum þeim ekki langt að baki,
svo að ég segi yður alveg hreinskilnislega, að engin ný verksmiðja
mun troða okkur um tær í Svíþjóð, ef við getum komið í veg fyrir
það. Verðið í Svíþjóð getur orðið framúrskarandi lágt.
Hedberg: Við höfum ekkert á móti því, að þið seljið rafmagns-
perur lágu verði í Svíþjóð. Það er til hagsbóta fyrir neytendurna,
skjólstæðinga okkar. Ef þið viljið selja Svíum perur fyrir neðan
kostnaðarverð, eða jafnvel gefa þeim þær fyrir ekki neitt, þá mun-
um við fagna, þakka ykkur og óska sjálfum okkur til hamingju að
hafa byggt verksmiðju, er komið gat slíku göfuglyndi til leiðar.
Akvörðunum okkar verður áreiðanlega ekki breytt.
Oppe/iheimer: En hvers vegna? Það er auðvelt að breyta ákvörð-
unum . .. Það sem ég á við er, að verðið á perum getur orðið mjög
lágt í Svíþjóð, sjáið þér? Og það mun hvorugur okkar kæra sig um.
Hedherg: Hvers vegna ekki? Aðalmarkmið okkar er að verðið
lækki. Ég og þér erum fulltrúar tveggja algerlega andstæðra hags-
muna, svo að við eigum mjög erfitt með að skilja hvor annan. Þér
viljið, að verðið hækki, við viljum, að það lækki, þér viljið, að
hluthafarnir hagnist, við viljum, að neytendurnir hagnist . . .“
Þarna mættust efnahagslegt lýðræði og efnahagslegt einræði, eins
og McConkey kemst að orði, og í þetta skipti sigraði lýðræðið.
Verðið á rafmagnsperum lækkaði úr sem svarar 37 centum í 27
cent, undir eins og verksmiðjubyggingin hófst. Verksmiðju sam-
vinnufélaganna, Luma, tókst að framleiða perur fyrir 22 cent,
hringurinn varð að fylgjast með. Síðan hefur verðið á rafmagns-
perum stöðugt farið lækkandi, og er það ábyggilega að langmestu
leyti að þakka framtaki sænsku samvinnufélaganna, og því að brezku
samvinnufélögin fóru skömmu síðar að dæmi þeirra.
Gleraugu
í Bandaríkjunum nota 28 miljónir manna gleraugu. Enn fremur
er áætlað, að í þessu auðugasta landi veraldarinnar séu 34 miljónir
manna, sem þyrftu að nota gleraugu, en hafa ekki efni á því. Vold-
ugur hringur hefur lagt undir sig bæði framleiðslu og sölu á gler-