Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Síða 30
M A N U E L K 0 M R 0 F F :
Um bækur og skoðanafrelsi
MANUEL KOMROFF er víðírægur bandarískur rithöfundur og bók-
menntafræðingur. liann hefur alls gefið' út 25 bækur, en kunnastar
þeirra munu vera skáldsögurnar Coronet, Wnterloo, Thc Magic Bow,
Jugglers Kiss og smásagnasafnið The Grace oj Lambs. Ennfremur
var hann einn af aðalstofnendum hinna ágætu útgáfufyrirtækja
Modern Library og Library oj Living Classics, átti drýgstan þátt í
að móta stefnu þeirra og stjórnaði þeim báðum um nokkurt skeið.
Bókmenntafyrirlestra flutti hann árum saman í Columbia-háskóla í
New York, en lét af þeim störfum 1945 um óákveðinn tfma. Síðasta
skáldsaga hans, Feast oj the Jesters, kom út fyrir nokkrum vikum.
Uún fjallar um flokk leikara, sem ferðast frá París til Vínarborgar
árið 1815, „þegar verið var að brytja Evrópu sundur og bjóða fólk
upþ á svipaðan hátt og nú“, eins og höfundurinn kemst að orði í
bréfi til þýðanda greinar þeirrar, sem hér birtist.
Hvergi nema í bókunt sínum gefst bandarískum rithöfundum
tækifæri til að njóta fullkomins skoðanafrelsis eins og sakir standa.
Þetta ber þó ekki að skilja svo, að dagblöð vor og tíinarit séu raun-
verulega múlbundin, að óskorað prentfrelsi hafi verið afnumið
meðal vor. Hins vegar er útgáfu bóka þann veg háttað í Ameriku
um þessar mundir, að höfundum Liýðst þar fyllra frjálsræði til að
Ijá hug sinn en á nokkrum öðrum vettvangi.
Hjá bókaútgefendum almennt gilda færri reglur, hóflegri skil-
málar og viturlegri kröfur um ritað mál heldur en hjá nokkrum
öðrunt fyrirtækjum, sem um það fjalla í markaðsskyni. Eg held
líka, að meðal þeirra manna, sem bækur velja til útgáfu, ríki sá
menningarandi, sem alla aðra ritstjóra skortir.
Ohætt er að ganga að þvi vísu, að hverskyns höft, fjötrar og
þvingunarskilmálar herði þeim mun fastara að rithöfundum vestan
liafs sem þeir semja fyrir stærri hóp lesenda eða áheyrenda. Hat-
rainmlegast bitnar ófrelsið á þeim, sem skrifa kvikmyndaleikrit.