Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Qupperneq 33
UM BÆKUR OG SKOÐANAFRELSI
127
rithöfunda verður æ ískyggilegri. Þeir komast skjótt að raun um,
að sjálfsvirðingar sinnar vegna geta þeir ekki samið fyrir fimm
miljónir lesenda eða enn fleiri, heldur verða þeir að beina máli
sínu til miklu fáliðaðri sveitar. Með rithöfundum og ráðamönnum
útvarps og kvikmynda hefur strax skorizt svo í odda, að hvorugur
aðilinn vill eiga skipti við hinn. Og nú þegar „fínustu“ vikublöðin
og tímaritin hafa úthýst þeim, fá þeir hvergi inni, nema þá hjá
vönduðustu tímaritunum og þeim, sem gefin eru út í tilraunaskyni.
En jafnvel þar mega þeir eiga von á, að þeim verði sett ýmiss konar
skilyrði, sem ef til vill girða fyrir, að þeir fái verk sín birt. Meti
rithöfundur einhvers hæfileika sína, á hann því einskis annars
úrkosti en semja bækur. Með því móti og engu öðru fær hann
notið raunverulegs og óskoraðs tjáningarfrelsis í Bandaríkjunum.
Verði þetta hinzta athvarf bókmenntanna frá þeim tekið, geta
bandarískir höfundar væiizt þess, að þeir líði gersamlega undir lok,
rétt eins og vísundahjarðir vorar. En því fer betur, að hingað til
hefur fáum útgefendum dottið í hug að skerða frelsi bóka. Að
vísu er ekki loku fyrir það skotið, að þeir taki laglega saminn róm-
antískan kynórareyfara, sem alþjóðarhylli á vísa, fram yfir stór-
brotið harmsögulegt skáldverk, sem kann að seljast treglega. Vel
má vera, að val þeirra sé ekki ávallt réttlátt, en samt sem áður
standa þeir ekki í vegi fyrir góðum, alvarlegum og hreinskilnum
bókmenntum. Þessa staðreynd gætu ritskrár flestallra útgefenda
staðfest.
Bandaríkjunum er þetta ómetanleg gæfa. Bækur hafa löngum
verið helzti vettvangur frjálsrar hugsunar. Og almenn kynning
frjálsrar hugsunar gerist æ nauðsynlegri. Mannkynið er hungrað
um þessar mundir. Það þráir ekki einungis brauð. Bók, sem gefin er
út í Ameríku í dag, lesa Indverjar, Kínverjar, íslendingar, Frakkar
og Þjóðverjar eftir fáar vikur. Drengskapartilfinning manna er
einnig söm og jöfn, hvar sem er á hnettinum. Nirfill í Connecticut
er alveg eins auvirðilegur og nirfill í París, Lundúnum eða Róma-
borg. Morðingi í Illinois er alveg eins viðbjóðslegt dýr og mexí-
kanskur morðingi, kínverskur eða spánskur. Bókmenntir eru ekki
fjötraðar við nein landamæri né heldur neinar stéttir. Allir geta
skilið þær. Og þeim er hægt að snúa á fjölmörg tungumál.