Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Side 38
132
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Auk þess er nú sem stendur ekki útlit á öðru en að íslenzk bóka-
útgáfa muni verða að draga saman seglin allverulega vegna erf-
iðleika á því að fá gjaldeyri til pappírskaupa, svo að allt ber að
sama brunni. Að vísu hefur margt verið gefið út á íslenzku upp á
síðkastið sem betur væri óprentað, en vafasamt er að bókaútgef-
endur láti einmitt ruslið hverfa fyrst, þegar farið verður að spara
pappírinn. Og gjaldeyrisyfirvöldin láta sig það bersýnilega einu
gilda, því að ekki hefur borið á því að takmarkaður hafi verið
pappír t. d. við þau blöð og tímarit sem engum heilvita manni getur
dottið í hug að telja til bókmennta, þó að önnur sem reyna að
halda uppi viðleitni í þá átt hafi orðið að bíða mánuðum saman
eftir pappírsleyfum.
Tökum annað dæmi. Alþingi veitir fé til námsstyrkja erlendis og
felur menntamálaráði að úthluta þeim. Menntamálaráð hefur alla
aðstöðu til að afla sér allrar nauðsynlegrar vitneskju urn um>
sækjendur, þarfir þeirra og gagnsemi þess náms sem þeir ætla að
stunda, og veitir styrki í samræmi við þessar athuganir. Nú skyldi
maður ætla að svo væri um hnútana búið að þarna væri ekki verið
að sóa fé til óþarfa, þessu mætti treysta. En gjaldeyrisyfirvöldin eru
á annarri skoðun. Styrkþegar, samþykktir af menntamálaráði, eiga
alla framtíð sína undir gjaldeyrisyfirvöldunum; blátt bann er lagt
við því að þeir fari utan nema með samþykki þessara alvitru nefnda,
sem virðast bera meira skynbragð á þessa hluti heldur en þeir full-
trúar sem Alþingi hefur trúað fyrir að ráðstafa styrkjum sínum.
Afleiðingin er takmarkanir á tölu námsmanna, niðurskurður á
yfirfærslum til þeirra, naumur kostur hjá þeim sem út komast, og
í aðra hönd einhver hungurlúsarsparnaður á gjaldeyri sem hvergi
gætir í þjóðarbúskapnum, en getur kostað landið duglega sérfræð-
inga í mikilsverðum starfsgreinum. Eg veit ekki hve slæmt ástand-
ið er orðið meðal íslenzkra námsmanna erlendis, en mér er vel
kunnugt um hvernig það var á kreppuárunum fyrir stríðið, þegar
íslenzkir stúdentar í Kaupmannahöfn hefðu soltið heilu hungri, ef
einstakir menn, erlendir og innlendir, hefðu ekki hlaupið undir
bagga. Slíkt neyðarástand er íslenzku þjóðinni til svo mikillar
skammar að það rná aldrei koma fyrir aftur. Og það tjón sem ungir
námsmenn geta beðið af slíkum aðbúnaði verður trautt metið, og