Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Page 49

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Page 49
HVAÐ ER AMERÍSK ÞJÓÐHOLLUSTA? 143 Það var álitið, að frú Lewis væri að ráðast á ameríkanismann með því einu að tala um Rússland. Það sýnir bezt, hve ástandið er alvarlegt, að í sömu viku áleit þingið nauðsynlegt að fresta um- ræðum um hin þýðingarmestu mál til þess að snúast gegn árásum á ameríkanismann úr nýrri átt. í þetta sinn voru það listamennirnir, sem voru að grafa undan ameríska skipulaginu, og þingmennirnir eyddu nokkrum tímum í það að láta ganga á milli sín eftirmyndir af málverkum, er utanríkisráðuneytið hafði sent út um heim sem þátt í þeirri starfsemi sinni að auglýsa ameríska menningu. Óþarft er að eyða mörgum orðum að þeirri frábæru kýmni, sem kom fram í ummælum þingmannanna um nútímalist. Þreyttir stjórn- málamenn verða eitthvað að gera sér til gamans. En það er vert að geta þeirrar megingagnrýni, sem kom fram á þessu vesalings mál- verkasafni. í stuttu máli sagt kom það í ljós, að annmarkar þess- ara málverka voru þeir, að þau voru óamerísk. „Enginn Ameríku- maður hefði getað málað þessar vitfirringslegu myndir,“ sagði herra Rankin. Kannske hafði hann rétt fyrir sér. Til þess að sanna, að af þeim fjörutíu og fimm listamönnum, sem þarna áttu myndir, „væru að minnsta kosti tuttugu ákveðnir Rooseveltsmenn og að meira eða minna leyti kommúnistar“, var stuðzt við hinar nákvæmu skrár Rannsóknarnefndarinnar á óamerískri starfsemi. Staðreyndirnar þessu til sönnunnar voru taldar fram um hvern og einn af þessum tuttugu skaðræðismönnum. Við getum látið okkur nægja að geta þess, sem einum þeirra, Ben-Zion, var borið á brýn. Hvað hafði hann unnið til saka? „Ben-Zion var einn þeirra, sem undirritaði bréf, er Bandalag amerískra listamanna sendi Roosevelt, þar sem mælt var eindregið með hjálp til Ráðstjórnarríkjanna og Bretlands, eftir að Hitler hafði ráðizt á Rússland“. I stuttu máli sagt, hann var fylgismaður Churchills og Roosevelts. Sama dag og herra Dirksen ákærði opinberlega skólayfirvöldin í Washington fyrir að leyfa stúdentum að hlusta á fróðleik um Rússland. („í Rússlandi njóta öll þjóðerni jafnréttis. Þar eru allir þjóðflokkar jafn réttháir. Enginn segir, þú ert Negri, þú ert Gyð- ingur“), reis upp Williams, þingmaður frá Mississippi, til þess að ráðast á tímaritið „Survey-Graphic“, og til þess að auka enn frekar skilning okkar á ameríkanismanum. Hann sagði að i „Survey-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.