Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Side 50
144
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Graphic“ „væru 129 blaðsíður af svívirðilegri, níðingslegri, við-
bjóðslegri, óamerískri, kommúnistískri þvælu, andstæðri Suðurríkj-
unum og kristindómnum, en væri í orði kveðnu stefnt gegn kyn-
þáttagreiningunni í Suðurríkjunum“. Það var skrifað af „óamerísk-
um nöldrurum, boðberum haturs og ósiðlætis“.
Þegar á allt þetta er litið, verður ekki annað sagt, en að þing-
menn hafi verið önnum kafnir þessa viku. Þó munu þeir, sem vanir
eru að fylgjast með störfum þeirra, viðurkenna, að þessi vika var
öðrum lík. Þingið helgar störf sín því í sívaxandi mæli að uppræta
skort á þjóðhollustu og verja ameríkanismann, og það líður varla
sá dagur, að einhver þingmaður beri ekki á borð fyrir okkur hvatn-
ingar og viðvaranir, eða ástríðufullar orðagjálfursræður svipaðar
þeim, sem frú Lewis, herra Ben-Zion og ritstjórar „Survey-Graphic“
gáfu tilefni til. Og það líður varla svo dagur, að frumdrættir þess-
arar nýju þjóðhollustu og þessa nýja ameríkanisma séu ekki ristir
dýpra í stefnu stjórnarvaldanna.
Og það er þetta, sem skiptir máli, að komin er fram ný túlkun á
ameríkanisma og þjóðhollustu, sem ekkert á skylt við þá merkingu,
sem lengi hefur verið lögð í þessi hugtök. Það er ekki aðeins þingið,
sem er önnum kafið að boða þessa nýju túlkun. Frumdrög hennar
er að finna í nýlegri tilskipun Trumans forseta um skort á þjóðholl-
ustu, í svipuðum fyrirskipunum bæjarstjórnarinnar í New York og
ríkis- og sveitarstjórna víðs vegar í landinu, í stefnuskrám D. A. R.
[„Dætra amerísku byltingarinnar“, sem er mjög afturhaldssamt
kvenfélag], amerísku hersveitarinnar (American Legion) og svip-
aðra þjóðræknisfélaga, í ritstjórnargreinum Hearsts- og McCormick-
Pattersons blaðanna, og í sniðugum auglýsingum stóriðjufyrirtækja
og verzlunarfélaga. Það er verið að endurlífga rauðu móðursýkina
frá fyrstu árunum eftir 1920, sem er einn óþrifalegasti kapítulinn í
sögu ameríska lýðræðisins; og hér er um meira en endurlífgun að
ræða, því að ætlunin með hinni nýju krossferð er ekki aðeins að
ganga milli bols og höfuðs á kommúnismanum, heldur einnig að
gefa jákvæða skýrgreiningu á ameríkanisma og búa til jákvætt holl-
ustuhugtak.
Hvað er þessi nýja þjóðhollusta? Hún er framar öllu einhæfing.
Hún er ógagnrýnin viðurkenning Ameríku eins og hún er, stjórn-