Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Page 50

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Page 50
144 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Graphic“ „væru 129 blaðsíður af svívirðilegri, níðingslegri, við- bjóðslegri, óamerískri, kommúnistískri þvælu, andstæðri Suðurríkj- unum og kristindómnum, en væri í orði kveðnu stefnt gegn kyn- þáttagreiningunni í Suðurríkjunum“. Það var skrifað af „óamerísk- um nöldrurum, boðberum haturs og ósiðlætis“. Þegar á allt þetta er litið, verður ekki annað sagt, en að þing- menn hafi verið önnum kafnir þessa viku. Þó munu þeir, sem vanir eru að fylgjast með störfum þeirra, viðurkenna, að þessi vika var öðrum lík. Þingið helgar störf sín því í sívaxandi mæli að uppræta skort á þjóðhollustu og verja ameríkanismann, og það líður varla sá dagur, að einhver þingmaður beri ekki á borð fyrir okkur hvatn- ingar og viðvaranir, eða ástríðufullar orðagjálfursræður svipaðar þeim, sem frú Lewis, herra Ben-Zion og ritstjórar „Survey-Graphic“ gáfu tilefni til. Og það líður varla svo dagur, að frumdrættir þess- arar nýju þjóðhollustu og þessa nýja ameríkanisma séu ekki ristir dýpra í stefnu stjórnarvaldanna. Og það er þetta, sem skiptir máli, að komin er fram ný túlkun á ameríkanisma og þjóðhollustu, sem ekkert á skylt við þá merkingu, sem lengi hefur verið lögð í þessi hugtök. Það er ekki aðeins þingið, sem er önnum kafið að boða þessa nýju túlkun. Frumdrög hennar er að finna í nýlegri tilskipun Trumans forseta um skort á þjóðholl- ustu, í svipuðum fyrirskipunum bæjarstjórnarinnar í New York og ríkis- og sveitarstjórna víðs vegar í landinu, í stefnuskrám D. A. R. [„Dætra amerísku byltingarinnar“, sem er mjög afturhaldssamt kvenfélag], amerísku hersveitarinnar (American Legion) og svip- aðra þjóðræknisfélaga, í ritstjórnargreinum Hearsts- og McCormick- Pattersons blaðanna, og í sniðugum auglýsingum stóriðjufyrirtækja og verzlunarfélaga. Það er verið að endurlífga rauðu móðursýkina frá fyrstu árunum eftir 1920, sem er einn óþrifalegasti kapítulinn í sögu ameríska lýðræðisins; og hér er um meira en endurlífgun að ræða, því að ætlunin með hinni nýju krossferð er ekki aðeins að ganga milli bols og höfuðs á kommúnismanum, heldur einnig að gefa jákvæða skýrgreiningu á ameríkanisma og búa til jákvætt holl- ustuhugtak. Hvað er þessi nýja þjóðhollusta? Hún er framar öllu einhæfing. Hún er ógagnrýnin viðurkenning Ameríku eins og hún er, stjórn-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.