Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Side 54
148
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
einn af hinum mestu predikurum Ameríku á sínum tíma, og hann
hélt áfram:
„011 saga vor er drottinsvik; blóð vort var flekkaS, áSur en
viS fæddumst; trúarjátningar vorar eru villutrú gagnvart
móSurkirkjunni, stjórnarskrá vor svik viS föSurlandiS. En
hverju skiptir þaS? Þótt allir landsstjórar heimsins bjóSi oss
aS svíkja manneskjuna, og gangi á undan meS fordæmi sínu,
þá skulum vér aldrei hlíta boSum þeirra.“
Þeir, sem ætla aS þvinga upp á okkur nýju hollustuhugtaki, gera
ekki aSeins ráS fyrir því aS þaS sé hægt, heldur eru þeir líka svo
djarfir aS halda, aS þeir séu færir um aS skýrgreina þaS. ÞaS
minnir mann á háSsyrSi Whitmans um hina „takmarkalausu ó-
skammfeilni kosinna fulltrúa“. Hverjir eiga aS segja til um þaS,
hvaS þjóShollusta sé? ÞaS er fólk eins og Rankin og Bilbo, for-
kólfar D. A. R., Amerísku hersveitarinnar, og fólk á borS viS Hearst
og McCormick. Má ekki segja þaS sama um hrókaræSur Rankins
um hollustuna og Emerson sagSi um Webster út af hinni frægu ræSu
7. marz: „HeiSur í munni herra Websters er eins og ást í munni
hóru.“
HvaS vita þeir menn um þjóShollustu, sem hafa aS spotti Sjálf-
stæSisyfirlýsinguna og Réttindaskrána, sem eySa orku sinni í þáS
aS æsa til kynþáttahaturs og stéttahaturs og mundu, ef þeir gætu,
hefta í fjötra andlegt líf Ameríku? HvaS vita þeir í sannleika sagt
um Ameríku, um Ameríku Sam Adams og Tom Paines, um baráttu
Jacksons viS Hæstarétt, um lofsöng Lincolns til vinnunnar, um rit-
gerS Thoreaus um borgaralega óhlýSni, um haráttu Emersons til
varnar John Brown? Hver af hetjum Ameríku mundi standast próf
þeirra, hver mundi verSa sýknuS af nefndum þeirra? Ekki Washing-
ton, sem var uppreisnarmaSur. Ekki Jefferson, sem sagSi, aS allir
menn væru skapaSir jafnir, og hafSi aS kjörorSi: „Uppreisn gegn
harSstjórum er hlýSni viS GuS.“ Ekki Garrison, sem brenndi
stjórnarskrána opinberlega. Ekki Wendell Philipps, sem alls staSar
talaSi máli sinælingjanna og taldi sig vera heimspekilegan stjórn-
leysingja. Ekki Seward, talsmaSur „æSri laga“, eSa Sumner, tals-
maSur kynþáttajafnréttis. Ekki Lincoln, sem brýndi fyrir okkur aS
bera ekki hatur til neins heldur kærleika til allra, eSa Wilson, sem