Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Page 71

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Page 71
MAJA 165 — Það skal ég segja þér á morgun — ef þig langar til. — Já! Maja gengur hægt fram að dyrunum. Hreyfingar hennar eru reikular og augun galopin. Sjálfsagt sér hún fyrir hugskotssjónum sínum arininn, kóngssoninn og höllina, hafsjó ókunnra mynda, sem hún drukknar í. Hún stanzar á þröskuldinum. — Þú segir mér hitt á morgun. — Já, áreiðanlega. — En segðu mér bara eitt núna strax: er þetta allt saman satt? Þessi gamli og hyggni maður, sem reynir af fremsta megni að verja bernsku sjálfs sín, svarar lævíslega: — Það er goðsaga, Maja, segir hann. — Goðsaga. Það er svo langt síðan allt þetta gerðist, að enginn veit með vissu, hvort það er satt eða ekki. Sofðu vel, vina mín. V Oveðrinu er slotað. Skýin eru horfin bak við sjóndeildarhring- inn, og mánarönd þokast upp úr hafinu. Það hanga klasar af ilm- andi demöntum i votum jasmínrunnunum. Adrían Adríanovitsj er sofnaður á gamla tyrkneska legubekkn- um, sem hann notar fyrir rúm. í arninum brakar ofur lágt í kuln- andi kolaglóð. Fölt mánakrílið gægist inn um gluggann. Draum- urinn nálgast gamla legubekkinn hægt og hægt. Hann rjálar við ábreiðuna, hann íjálar við koddann, við gráa hárið, og Adrían Adríanovitsj er sofnaður. Hann sér rúgakur, sem jafnframt er haf. Og yfir þetta haf breiðist vængjað ský, og vængirnir eru eins og möttull. Allt í einu lýstur eldingu niður úr skýinu. Hann heyrir ógurlegan þrumugný og skerandi óp. Adrían Adríanovitsj rífur upp augun. Ut við opinn arininn stend- ur Maja í síðum hvítum náttkjól, — hún flóir í tárum og skelfur eins og ösp í vindi. Fyrir aftan hana stendur Aglaja, ennþá fölari en áður um daginn, með vesalings Remus á handleggnum. Remus grætur óskaplega. I dyrunum stendur Afanasij skjálfandi á skyrt- unni einni saman. — Hvað er um að vera, hvað hefur kornið fyrir? spyr Adrían Adríanovitsj og reynir að yfirgnæfa óhljóðin í Remus.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.