Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Blaðsíða 71
MAJA
165
— Það skal ég segja þér á morgun — ef þig langar til.
— Já!
Maja gengur hægt fram að dyrunum. Hreyfingar hennar eru
reikular og augun galopin. Sjálfsagt sér hún fyrir hugskotssjónum
sínum arininn, kóngssoninn og höllina, hafsjó ókunnra mynda, sem
hún drukknar í. Hún stanzar á þröskuldinum.
— Þú segir mér hitt á morgun.
— Já, áreiðanlega.
— En segðu mér bara eitt núna strax: er þetta allt saman satt?
Þessi gamli og hyggni maður, sem reynir af fremsta megni að
verja bernsku sjálfs sín, svarar lævíslega:
— Það er goðsaga, Maja, segir hann. — Goðsaga. Það er svo
langt síðan allt þetta gerðist, að enginn veit með vissu, hvort það
er satt eða ekki. Sofðu vel, vina mín.
V
Oveðrinu er slotað. Skýin eru horfin bak við sjóndeildarhring-
inn, og mánarönd þokast upp úr hafinu. Það hanga klasar af ilm-
andi demöntum i votum jasmínrunnunum.
Adrían Adríanovitsj er sofnaður á gamla tyrkneska legubekkn-
um, sem hann notar fyrir rúm. í arninum brakar ofur lágt í kuln-
andi kolaglóð. Fölt mánakrílið gægist inn um gluggann. Draum-
urinn nálgast gamla legubekkinn hægt og hægt. Hann rjálar við
ábreiðuna, hann íjálar við koddann, við gráa hárið, og Adrían
Adríanovitsj er sofnaður. Hann sér rúgakur, sem jafnframt er haf.
Og yfir þetta haf breiðist vængjað ský, og vængirnir eru eins og
möttull. Allt í einu lýstur eldingu niður úr skýinu. Hann heyrir
ógurlegan þrumugný og skerandi óp.
Adrían Adríanovitsj rífur upp augun. Ut við opinn arininn stend-
ur Maja í síðum hvítum náttkjól, — hún flóir í tárum og skelfur
eins og ösp í vindi. Fyrir aftan hana stendur Aglaja, ennþá fölari
en áður um daginn, með vesalings Remus á handleggnum. Remus
grætur óskaplega. I dyrunum stendur Afanasij skjálfandi á skyrt-
unni einni saman.
— Hvað er um að vera, hvað hefur kornið fyrir? spyr Adrían
Adríanovitsj og reynir að yfirgnæfa óhljóðin í Remus.