Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Qupperneq 75
HIROSHIMA
169
lians og vinir. Hann hafði heyrt óþægilega nákvæmar fréttir um
stórárásirnar á Kure, Iwakuni, Tokuyama, og aðrar nálægar borgir;
hann var viss um að röðin kæmi bráðlega að Hiroshima. Hann hafði
sofið illa nóttina áður, vegna þess að gefin höfðu verið mörg hættu-
merki. I Hiroshima höfðu slík hættumerki kveðið við næstum því á
hverri nóttu vikum saman, því að um þær mundir notuðu B-29 vél-
arnar Biwa-vatnið norðaustan við Hiroshima sem stefnustað, og
hvaða borg sem Bandarikjamenn ætluðu að ráðast á, streymdu stóru
sprengjuflugvélarnar þeirra inn yfir ströndina í nánd við Hiroshima.
Þessi tíðu hættumerki og hin stöðuga fjarvist herra B frá Hiroshima
höfðu gert borgarana taugaveiklaða; sá orðrómur gekk að Banda-
ríkjamenn ætluðu borginni eitthvað alveg sérstakt.
Herra Tanimoto er lítill maður, skjótur til að lala, hlæja og
gráta. Hann hefur svart hár, frekar sítt, og skiptir því í miðju;
frainstæð ennisbeinin ofan við augnabrúnirnar, litla yfirskeggið,
lítill munnur og haka gefa honum kynlegt gamal-ungt útlit, ungl-
ingslegt og þó vizkulegt, veikgert en þó fjörlegt. Hreyfingar hans
eru órólegar og hraðar, en þó með þeirri gát sem gefur í skyn að
hann sé bæði varkár og íhugull. Enda höfðu þeir kostir einmitt
komið í ljós þessa órólegu daga áður en sprengjan féll. Auk þess
sem herra Tanimoto lét konu sína dveljast í Ushida á næturnar,
hafði hann flutt allt sem hægt var að hreyfa úr kirkju sinni, sem
var í hinu þéttbýla viðhafnarhverfi Nagaragawa, í hús gervisilkifram-
leiðanda nokkurs í Koi, tvær mílur frá miðbiki borgarinnar. Gervi-
silkiframleiðandinn, Matsui að nafni, hafði opnað hús sitt, sem þá
var autt, mörgum vinum sínum og kunningjum, svo að þeir gætu
flutt það sem þeir vildu, í örugga fjarlægð frá væntanlegu árásar-
svæði. Herra Tanimoto átti hægt með að flytja stóla, sálmabækur,
biblíur, altarisskraut og kirkjubækur á handvagni þótt hann væri
einn, en við orgelið og píanóið þurfti hann á hjálp að halda. Vinur
hans, Matsuo að nafni, hafði hjálpað honum daginn áður að flytja
píanóið til Koi; í staðinn hafði hann lofað að aðstoða Matsuo
þennan dag við að flytja eignir dóttur hans. Þess vegna hafði hann
farið svona snemma á fætur.
Herra Tanimoto eldaði sér morgunverð sjálfur. Hann var mjög
þreyttur. Areynslan við að flytja píanóið daginn áður, svefnlaus