Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Side 77

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Side 77
HIROSHIMA 171 flutninguin úr hámarkinu 380.000 niður í um 245.000. Verksmiðjur og önnur íbúðarhverfi, eða úthverfi, voru í þéttum hring kringum miðbik borgarinnar. í suðurátt voru hafnirnar, flugvöllur og eyj- urn þakinn flóinn. Fjallahringur er kringum óshólmana á þrjá vegu. Herra Tanimoto og herra Matsuo lögðu leið sína gegnum verzlun- arhverfið, sem var þegar orðið fullt af fólki, og yfir tvær af ánum að hinum íhöllu götum í Koi, og upp eftir þeim að útjaðri borgar- innar og fjallsrótunum. Þegar þeir voru að leggja af stað upp eftir dal burt frá þéttu húsaþyrpingunum var gefið merki um að hættan væri liðin hjá. (Þar sem japönsku radar-fræðingarnir fundu aðeins þrjár flugvélar, héldu þeir að þær væru aðeins á njósnarflugi.) Það var erfitt að ýta handvagninum upp að húsi gervisilkiframleið- andans, og eftir að mennirnir höfðu komið flutningi sínum á hús- brautina og að tröppunum, námu þeir staðar um stund til að hvíla sig. Álma úr húsinu var á milli þeirra og borgarinnar. Húsið var eins og flest híbýli í þessum hluta Japans gert úr trégrind og timburveggj- um sem héldu uppi þungu tígulþaki. Anddyrið, sem var fullt af samanvöfðum sængurfötum og fatnaði, leit út eins og svalur hellir fullur af mjúkum hægindum. Andspænis húsinu, hægra megin við aðaldyrnar, var stór, snoturlegur klettaskrautgarður. Það heyrðist ekki í neinum flugvélum. Morguninn var hljóður; staðurinn var svalur og viðfeldinn. Þá sundraðist loftið af geysilegu leiftri. Herra Tanimoto man greinilega að það breiddist frá austri til vesturs, frá borginni upp til hæðanna. Það var eins og sólin breiddi úr sér. Bæði hann og herra Matsuo tóku viðbragð í skelfingu — og báðir höfðu tíma til að taka viðbragð (því að þeir voru 3.500 yards, eða tvær mílur, frá miðbiki sprengingarinnar). Herra Matsuo þaut upp þrepin inn í húsið, kastaði sér í sængurfötin og gróf sig ofan í þau. Herra Tanimoto gekk fjögur eða fimm skref og kastaði sér niður milli tveggja stórra kletta í garðinum. Hann þrýsti sér fast upp að öðrum klettinum. Af því að andlit hans vissi að steininum sá hann ekki hvað gerðist. Hann fann snöggan þrýsting, og síðan rigndi yfir hann flísum og smáspýtum og tígulmolum. Hann heyrði engan hávaða. (Varla nokkur í Hiroshima man eftir því að hafa heyrt nokkurn hávaða af sprengjunni. En sjómaður sem var í bát sínum úti á
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.