Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Síða 78
172
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
flóanum í nánd við Tsuzu, maðurinn sem tengdamóðir og mágkona
herra Tanimotos bjuggu hjá, sá leiftrið og heyrði gífurlega spreng-
ingu; hann var næstum því tuttugu mílur frá Hiroshima, en hávað-
inn var meiri en þegar B-29 vélarnar höfðu ráðizt á Iwakuni sem
er aðeins finim mílur í burtu.)
Herra Tanimoto lyfti höfðinu strax og hann þorði og sá að hús
silkiframleiðandans var hruniÖ. Hann hélt að sprengja hefði fallið
beint á það. Svo mikill rykmökkur hafði þyrlazt upp að það var
komið eins konar rökkur. Hann þaut út á götuna í skelfingu, og
mundi ekkert eftir því að herra Matsuo var undir rústunum. Hann
tók eftir því á hlaupunum að steyptur múr umhverfis húsið var
fallinn um koll — að húsinu en ekki frá því. Þaö fyrsta sem hann
sá á götunni var hópur hermanna sem höfðu verið að grafa sig
inn í hlíðina fyrir handan, en þar átti að vera eitt þeirra þúsunda
jarðbyrgja sem Japanarnir virðast hafa ætlað að nota til að verjast
innrás, hæð frá hæð, lífi fyrir líf; hermennirnir voru að koma
úl úr byrginu, þar sem þeir höfðu átt að vera öruggir, og blóðið
streymdi úr höfðum þeirra, herðum og bökum. Þeir voru þögulir
og agndofa.
Dagurinn varð myrkari og myrkari, undir rykskýi sem virtist
aðeins ná yfir lítið svæði.
Skömmu fyrir miðnætti kvöldið áður en sprengjunni var kastað
sagði þulur í útvarpi borgarinnar að um tvö hundruð B-29 vélar
væru að nálgast Honshu að sunnan, og ráðlagði íbúum Hiroshima
að flytja sig á „öruggu svæðin“ sem þeim væru ætluö. Frú Hat-
suyo Nakamura, klæðskeraekkjan, sem bjó í hverfinu Nobori-cho
og hafði löngum lagt í vana sinn að gera eins og henni var sagt,
dreif börnin sín þrjú — tíu ára gamlan dreng, Toshio, átta ára
gamla telpu, Yaeko, og fimm ára gamla telpu, Myeko — upp úr
rúminu og klæddi þau og fór með þau til heræfingasvæðisins, sem
kallað var Austursvæðið, í norðausturjaðri borgarinnar. Þar
breiddi hún úr nokkrum dýnum og börnin lögðust til svefns. Þau
sváfu til klukkan tvö, en þá vöknuðu þau við hávaðann í vélunum
sem flugu yfir Hiroshima.
Undir eins og vélarnar voru komnar fram hjá, lagði frú Naka-