Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Síða 79
HIROSHIMA
173
mura af stað heimleiðis með börnin sín. Þau voru komin heim
skömmu eftir hálf þrjú og hún opnaði útvarpið þegar í stað, og
henni til mikillar áhyggju var það einmitt að vara fólk við á nýjan
leik. Þegar hún leit á börnin sín og sá hvað þau voru þreytt, og
þegar hún minntist þess hversu oft þau höfðu farið til Austursvæð-
isins síðustu vikurnar til einskis gagns, taldi hún sér blátt áfram
ekki fært að leggja út í nýtt ferðalag einu sinni enn, þrátt fyrir ráð-
leggingar útvarpsins. Hún lét börnin leggjast fyrir á sængurfötin
á gólfinu, lagðist sjálf út af um þrjúleytið, og sofnaði þegar í stað
svo vært að þegar vélarnar flugu síðar yfir vaknaði hún ekki við
hljóðið.
Hættumerkið vakti hana skyndilega um sjöleytið. Hún reis upp,
klæddi sig í snatri og flýtti sér heim til herra Nakamoto, sem var
formaður í Grannafélaginu hennar, og spurði hann hvað hún ætti
að gera. Hann sagði að hún skyldi halda kyrru fyrir heima nema
merki væri gefið um brýna hættu — mörg hættumerki hvert á
fætur öðru. Hún sneri heim aftur, kveikti upp í eldhúsinu, setti
hrísgrjón yfir, fékk sér sæti og fór að lesa Hiroshima-morgunblaðið
Chugoku. Henni til mikils léttis var gefið merki um að hættan væri
liðin hjá klukkan átta. Hún heyrði börnin hreyfa sig, fór til þeirra
og gaf hverju þeirra hnefafylli af hnetum og sagði þeim að liggja
kyrrum, þar sem þau væru þreytt eftir næturferðina. Hún hafði
vonazt til að þau sofnuðu aftur, en maðurinn í húsinu beint fyrir
sunnan þau hóf þá upp mikinn skarkala með hamarshöggum, braki,
marri og brothljóðum. Borgarstjórnin, sem var eins viss og allir
aðrir í Hiroshima um að borgin yrði bráðlega fyrir árásum, var
farin að þröngva mönnum með hótunum og viðvörunum til að koma
upp breiðum brunavarnarsvæðum, í þeirri von að þau myndu ásamt
árkvíslunum takmarka brunana sem íkveikjusprengjur gætu valdið;
og nágranninn var nauðugur viljugur að fórna húsi sínu fyrir
öryggi borgarinnar. Einmitt daginn áður hafði borgarstjórnin
skipað öllum heilbrigðum stúlkum úr menntaskólunum að hjálpa
til í nokkra daga við að hreinsa þessi svæði, og þær hófu vinnu
skömmu eftir að merki var gefið um að hættan væri liðin hjá.
Frú Nakamura fór aftur út í eldhúsið, leit á hrísgrjónin, og fór
að horfa á manninn fyrir handan. I fyrstu var hún gröm honum