Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Qupperneq 79

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Qupperneq 79
HIROSHIMA 173 mura af stað heimleiðis með börnin sín. Þau voru komin heim skömmu eftir hálf þrjú og hún opnaði útvarpið þegar í stað, og henni til mikillar áhyggju var það einmitt að vara fólk við á nýjan leik. Þegar hún leit á börnin sín og sá hvað þau voru þreytt, og þegar hún minntist þess hversu oft þau höfðu farið til Austursvæð- isins síðustu vikurnar til einskis gagns, taldi hún sér blátt áfram ekki fært að leggja út í nýtt ferðalag einu sinni enn, þrátt fyrir ráð- leggingar útvarpsins. Hún lét börnin leggjast fyrir á sængurfötin á gólfinu, lagðist sjálf út af um þrjúleytið, og sofnaði þegar í stað svo vært að þegar vélarnar flugu síðar yfir vaknaði hún ekki við hljóðið. Hættumerkið vakti hana skyndilega um sjöleytið. Hún reis upp, klæddi sig í snatri og flýtti sér heim til herra Nakamoto, sem var formaður í Grannafélaginu hennar, og spurði hann hvað hún ætti að gera. Hann sagði að hún skyldi halda kyrru fyrir heima nema merki væri gefið um brýna hættu — mörg hættumerki hvert á fætur öðru. Hún sneri heim aftur, kveikti upp í eldhúsinu, setti hrísgrjón yfir, fékk sér sæti og fór að lesa Hiroshima-morgunblaðið Chugoku. Henni til mikils léttis var gefið merki um að hættan væri liðin hjá klukkan átta. Hún heyrði börnin hreyfa sig, fór til þeirra og gaf hverju þeirra hnefafylli af hnetum og sagði þeim að liggja kyrrum, þar sem þau væru þreytt eftir næturferðina. Hún hafði vonazt til að þau sofnuðu aftur, en maðurinn í húsinu beint fyrir sunnan þau hóf þá upp mikinn skarkala með hamarshöggum, braki, marri og brothljóðum. Borgarstjórnin, sem var eins viss og allir aðrir í Hiroshima um að borgin yrði bráðlega fyrir árásum, var farin að þröngva mönnum með hótunum og viðvörunum til að koma upp breiðum brunavarnarsvæðum, í þeirri von að þau myndu ásamt árkvíslunum takmarka brunana sem íkveikjusprengjur gætu valdið; og nágranninn var nauðugur viljugur að fórna húsi sínu fyrir öryggi borgarinnar. Einmitt daginn áður hafði borgarstjórnin skipað öllum heilbrigðum stúlkum úr menntaskólunum að hjálpa til í nokkra daga við að hreinsa þessi svæði, og þær hófu vinnu skömmu eftir að merki var gefið um að hættan væri liðin hjá. Frú Nakamura fór aftur út í eldhúsið, leit á hrísgrjónin, og fór að horfa á manninn fyrir handan. I fyrstu var hún gröm honum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.