Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Side 80

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Side 80
174 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR fyrir að gera svona mikinn skarkala, en síðan kom upp í henni meöaumkun svo aÖ henni lá við aö tárast. Tilfinningar hennar beindust einkum aö nágrannanum, sem var aö rífa niður heimili sitt, borð fyrir borö, á sama tíma og svo mikil óhjákvæmileg eyöi- legging átti sér stað, en jafnframt fann hún eflaust til almennrar heildarmeðaumkunar, aö ekki sé talaö um sjálfsmeðaumkun. Eigin- maður hennar, Isawa, fór í herinn skömmu eftir að Myeko fæddist, og hún hafði ekkert frétt frá honum langa lengi þangað til hún fékk fimni oröa skeyti 5. marz 1942: „Isawa dó hetjudauða við Singa- pore.“ Síðar frétti hún að hann hefði dáið 15. febrúar, daginn sem Singapore var unnin, og að hann hefði verið orðinn liðþjálfi. Isawa hafði ekki verið sérlega mikilhæfur klæðskeri, og einasta eign hans var Sankoku-saumavél. Eftir að hann var dáinn og fjár- sendingar hans hættar að koma, tók frú Nakamura fram saumavél- ina og fór að taka að sér smávægileg saumastörf, og síðan hafði hún alið önn fyrir börnunum, fátæklega þó, með því að sauma. Sem frú Nakamura var að horfa á nágranna sinn, ljómaði hvítt leiftur um allt, hvítara en allt sem hún hafði áður séð. Hún tók ekki eftir því hvernig fór fyrir nágrannanum; móðurkenndin kom henni til að þjóta af stað inn til barnanna. Hún var búin að ganga eitt skref (húsið var 1.350 yards, eða þrjá fjórðu úr mílu, frá mið- biki sprengingarinnar) þegar. eitthvað greip hana á loft, og henni fannst hún fljúga inn í næsta herbergi, yfir svefnpallinn, og á eftir komu hlutar úr húsinu hennar. Trébrak féll niöur kringum hana þegar hún kom niður og tíg- ulsteinum rigndi yfir liana; allt varð dimmt, því að hún var greftr- uð. Rústirnar höfðu ekki grafiö hana djúpt. Hún komst á fætur og gat losað sig. Hún heyrði barn hrópa, „mamma, hjálpaðu mér!“ og sá yngstu telpuna sína — hina fimm ára gömlu Myeko — í kafi upp að brjósti án þess að geta hreyft sig. Meðan frú Nakamura reyndi í ofsa að klöngrast í áttina til telpunnar, heyrÖi hún hvorki né sá neitt til hinna barnanna. Dagana fyrir sprenginguna hafði dr. Masakazu Fujii, sem var efn- aður, sællífur, og eins og sakir stóðu ekki of önnum kafinn, veitt sér það eftirlæti að sofa til klukkan níu eða hálf tíu, en sem betur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.