Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Qupperneq 81

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Qupperneq 81
HIROSHIMA 175 fór varð hann að fara snemma á fætur daginn sem sprengjunni var kastað til að fylgj a gesti sínum á járnbrautarstöðina. Hann fór á fætur um sexleytið, og hálftíma síðar gekk hann með vini sínum í áttina að stöðinni, sem var ekki langt í burtu, handan við tvær árkvíslarnar. Hann var kominn heim aftur klukkan sjö, einmitt þegar hið þráláta hættumerki var gefið. Hann át morgunverð, og síðan fór hann úr öllu nema nærklæðunum, þar sem þegar var orðið heitt í veðri, og fór út á svalirnar til að lesa blaðið. Þessar svalir voru einkennilega gerðar — eins og raunar allt húsið. Dr. Fujii átti sérkennilega japanska stofnun, einkasjúkrahús eins læknis. í þessu húsi, sem stóð við og yfir Kyo-ánni og rétt við Kyo-brúna, voru þrjátíu herbergi handa þrjátíu sjúklingum og ættingjum þeirra — því að sá er siður í Japan, ef maður verður veikur og fer á sjúkrahús, að einn eða fleiri meðlimir fjölskyldu hans fari og búi með honum þar, til þess að elda fyrir hann, baða hann, nudda hann og lesa fyrir hann, og til þess að tjá honum í sífellu samúð fjölskyldunnar, en án hennar mundi japönskum sjúklingi líða verulega illa. Dr. Fujii hafði engin rúm — aðeins hálmdýnur — handa sjúklingum sínum. Hins vegar hafði hann alls kyns nýtízk tæki: röntgenvél, rafgeislunartæki og glæsilega, flísalagða rann- sóknarstofu. Byggingin stóð að tveim þriðju hlutum á landi, að einum þriðja hluta á stólpum yfir misháu vatni Kyo-fljótsins. Sá hluti hússins sem dr. Fujii bjó í var yfir fljótinu og var kynlegur útlits, en hann var svalur á sumrin, og frá svölunum sem sneru frá miðbiki borgarinnar var hressandi að horfa á ána og skemmti- bátana sem liðu fram og aftur. Dr. Fujii hafði stundum haft ástæðu til kvíða, þegar flóð hljóp í Ota-flj ótið og kvíslar þess, en stólp- arnir virtust vera nógu sterkir, og húsið hafði aldrei haggazt. Dr. Fujii hafði verið tiltölulega athafnalítill í mánaðartíma, því að þegar tölu ósnortinna borga fór fækkandi í júlímánuði, og það virtist æ greinilegra að ráðizt yrði á Hiroshima, fór hann að vísa sjúklingum á bug með þeirri röksemd að hann gæti ekki flutt þá neitt, ef gerð yrði íkveikjuárás. Nú hafði hann aðeins tvo sjúklinga eftir — konu frá Yano, særða í öxlina, og tuttuguogfimm ára gaml- 'an mann á batavegi eftir brunasár sem hann hafði hlotið þegar gerð var árás á stálverksmiðju sem hann vann í skammt frá Hiro-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.