Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Side 82
176
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
shima. Dr. Fujii hafði sex hjúkrunarkonur til að sjá um sjúkling-
ana. Kona hans og börn voru hólpin; konan og annar sonurinn
bjuggu fyrir utan Osaka, og hinn sonurinn og tvær dætur voru
úti í sveit á Kyushu. Frænka hans bjó hjá honum, þjónustustúlka
og þjónn. Hann hafði lítið fyrir stafni og lét sig það engu skipta,
því að hann hafði sparað saman nokkurt fé. Hann var fimmtugur,
heilbrigður, lífsglaður og rólegur, og hann undi sér vel við að
drekka viský með vinum sínum á kvöldin, ævinlega í hófi og til
þess að örva samræðurnar. Fyrir stríð hafði hann haft miklar
mætur á viskýtegundum sem fluttar voru inn frá Skotlandi og Amer-
íku; nú lét hann sér vel líka beztu japönsku tegundina, Suntory.
Dr. Fujii settist með krosslagða fætur í nærklæðunum á tandur-
hreina gólfábreiðuna á svölunum, setti upp gleraugun, og fór að
lesa Osaka-blaðið Asalii. Honum þótti gaman að fréttunum frá
Osaka vegna þess að konan hans var þar. Hann sá leiftrið. Honum
virtist það vera skerandi gult — af því að hann sneri sér frá mið-
biki borgarinnar og horfði á blaðið. Honum brá og hann fór að
rísa á fætur. í því bili (hann var 1.550 yards frá miðbikinu) hall-
aðist sjúkrahúsið áfram um leið og hann var að standa upp og
kollsteyptist út í ána með hræðilegu braki og brestum. Læknirinn
sem enn var ekki staðinn upp kastaðist áfram og steypti stömpum;
hann slengdist og festist; hann skynjaði ekki neitt vegna þess að
allt gerðist svo fljótt; hann fann til vatns.
Dr. Fujii hafði varla tíma til að hugsa um að hann væri að
deyja, fyrr en honum var ljóst að hann var á lífi, illa krepptur
milli tveggja langra bjálka sem gripu eins og V um brjóstið á
honum. líkt og tveir gríðarstórir matarprjónar um munnbita -—
honum var haldið á lofti, svo að hann gat ekki hreyft sig, og það
var líkt og kraftaverk að höfuðið var upp úr vatninu en líkaminn
og fæturnir niðri í því. Leifarnar af spítala hans voru allt í kring-
um hann í brjálæðislegu samsafni af spýtnarusli og lækningaverk-
færum. Hann verkjaði hræðilega í hægri öxlina. Gleraugun hans
voru horfin.
Faðir Wilhelm Kleinsorge, meðlimur jesúítareglunnar, var við held-
ur slæma heilsu morguninn sem sprengingin varð. Japanska styrj-