Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Síða 82

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Síða 82
176 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR shima. Dr. Fujii hafði sex hjúkrunarkonur til að sjá um sjúkling- ana. Kona hans og börn voru hólpin; konan og annar sonurinn bjuggu fyrir utan Osaka, og hinn sonurinn og tvær dætur voru úti í sveit á Kyushu. Frænka hans bjó hjá honum, þjónustustúlka og þjónn. Hann hafði lítið fyrir stafni og lét sig það engu skipta, því að hann hafði sparað saman nokkurt fé. Hann var fimmtugur, heilbrigður, lífsglaður og rólegur, og hann undi sér vel við að drekka viský með vinum sínum á kvöldin, ævinlega í hófi og til þess að örva samræðurnar. Fyrir stríð hafði hann haft miklar mætur á viskýtegundum sem fluttar voru inn frá Skotlandi og Amer- íku; nú lét hann sér vel líka beztu japönsku tegundina, Suntory. Dr. Fujii settist með krosslagða fætur í nærklæðunum á tandur- hreina gólfábreiðuna á svölunum, setti upp gleraugun, og fór að lesa Osaka-blaðið Asalii. Honum þótti gaman að fréttunum frá Osaka vegna þess að konan hans var þar. Hann sá leiftrið. Honum virtist það vera skerandi gult — af því að hann sneri sér frá mið- biki borgarinnar og horfði á blaðið. Honum brá og hann fór að rísa á fætur. í því bili (hann var 1.550 yards frá miðbikinu) hall- aðist sjúkrahúsið áfram um leið og hann var að standa upp og kollsteyptist út í ána með hræðilegu braki og brestum. Læknirinn sem enn var ekki staðinn upp kastaðist áfram og steypti stömpum; hann slengdist og festist; hann skynjaði ekki neitt vegna þess að allt gerðist svo fljótt; hann fann til vatns. Dr. Fujii hafði varla tíma til að hugsa um að hann væri að deyja, fyrr en honum var ljóst að hann var á lífi, illa krepptur milli tveggja langra bjálka sem gripu eins og V um brjóstið á honum. líkt og tveir gríðarstórir matarprjónar um munnbita -— honum var haldið á lofti, svo að hann gat ekki hreyft sig, og það var líkt og kraftaverk að höfuðið var upp úr vatninu en líkaminn og fæturnir niðri í því. Leifarnar af spítala hans voru allt í kring- um hann í brjálæðislegu samsafni af spýtnarusli og lækningaverk- færum. Hann verkjaði hræðilega í hægri öxlina. Gleraugun hans voru horfin. Faðir Wilhelm Kleinsorge, meðlimur jesúítareglunnar, var við held- ur slæma heilsu morguninn sem sprengingin varð. Japanska styrj-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.