Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Qupperneq 84
178
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
unum, gervikaffi og skömmtunarbrauð, en eins og á stóð hafði hann
sérstakt ógeð á þeim mat. Prestarnir sátu um stund og röbbuðu
saman, þangað til þeir heyrðu merkið um að hættan væri liðin
hjá klukkan átta. Þá dreifðust þeir í ýmsa staði í húsinu. Faðii
Schiffer fór inn í herbergi sitt til að skrifa. Faðir Cieslik settist á
harðan stól í herberginu sínu og fór að lesa með kodda yfir mag-
anum til að draga úr verkjunum. Yfirpresturinn, faðir LaSalle,
stóð hugsi við gluggann á herbergi sínu. Faðir Kleinsorge fór upp
í herbergi á þriðju hæð, fór úr öllum fötunum nema nærklæðun-
um, lagðist á hægri hliðina upp í rúm og fór að lesa Stimmen der
Zeit.
Eftir hið hræðilega leiftur — en það minnti föður Kleinsorge,
eins og honum datt í hug síðar, á eitthvað sem hann hafði lesið
í æsku um loftstein sem rakst á jörðina — fékk hann ráðrúm til
einnar hugsunar (hann var 1.400 yards frá miðbikinu): Sprengja
hefur fallið beint á okkur. Síðan missti hann meðvitundina í nokkr-
ar sekúndur eða mínútur.
Faðir Kleinsorge veit ekki hvernig hann komst út úr húsinu. Það
næsta sem hann skynjaði var að hann var á gangi í kálgarði trú-
boðsins í nærklæðunum og það blæddi örlítið úr smásárum á
vinstri hlið hans; að öll hús í kringum hann voru hrunin nema
trúboðshús jesúítanna, sem löngu áður hafði verið styrkt og aftur
styrkt af presti sem hét Gropper og var lífhræddur í jarðskjálftum;
að dagsbirtan var orðin að myrkri, og að Murata-ian, forstöðu-
konan, var í nánd og hrópaði aftur og aftur, „Shu Jesusu, awaremi
tamai! Drottinn Jesús, miskunna þú oss!“
í lestinni til Hiroshima sat dr. Terufumi Sasaki, sáralæknir við
Rauðakross-spítalann, á leið utan úr sveit þar sem hann bjó með
móður sinni, og hugsaði um óþægilega martröð sem hann hafði
orðið fyrir nóttina áður. Móðir hans átti heima í Mukaihara, þrjá-
tíu mílur frá borginni, og hann var tvo tíma á leiðinni til spítalans
með lest og sporvagni. Hann hafði sofið óvært um nóttina og vakn-
að klukkutíma fyrr en venjulega, og af því að honum fannst í sér
eitthvert slen og hitasnertur, hafði hann velt því fyrir sér hvort
hann ætti nókkuð að fara á spítalann; að lokum rak skylduræknin