Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Page 85

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Page 85
HIROSHIMA 179 hann til að fara, og hann hafði lagt af stað með fyrri lest en hann var vanur. Draumurinn hafði gert hann sérlega skelkaðan vegna þess að hann var svo nátengdur raunverulegum atriðum, að minnsta kosti á yfirborðinu. Hann var aðeins tuttugu og fimm ára og hafði nýlokið námi við Eystra læknaháskólann í Tsingtao í Kína. Hann var brot af hugsjónamanni, og það tók hann mjög sárt hve illa var séð fyrir heilbrigðismálunum í sveitaþorpinu sem móðir hans bjó í. Upp á eigin spýtur og án leyfis var hann farinn að líta til nokkurra sjúklinga þar í bænum, eftir átta stunda vinnu á spítal- anum og fjögurra tíma ferðalög. Hann hafði nýlega komizt að raun um að þungar refsingar lágu við því að stunda sjúklinga án leyfis; samlæknir hans, sem hann hafði lagt þetta fyrir, hafði veitt honum harðar ávítur. Engu að síður hélt hann áfram lækningum sínum. 1 draumnum hafði hann verið við sjúkrabeð sveitasjúklings þegar lögreglan og læknirinn, sem hann hafði talað við, ruddust inn í herbergið, gripu hann, drógu hann út og börðu hann grimmilega. I lestinni ákvað hann næstum því að hætta lækningum sínum í Mukaihara, því að hann vissi að engin tök myndu verða á því að fá leyfi, vegna þess að yfirvöldin myndu telja að það bryti í bága við skyldur hans á Rauðakross-spítalanum. Við endastöðina náði hann strax í strætisvagn. (Síðar taldist honum til að ef hann hefði tekið sömu lest og hann var vanur þenn- an morgun, og ef hann hefði orðið að bíða nokkrar mínútur eftir strætisvagninuin, eins og oft kom fyrir, hefði hann verið rétt við miðbik borgarinnar þegar sprengingin varð og áreiðanlega farizt.) Hann kom á spítalann klukkan sjö-fjörutíu og gaf sig fram við yfirlækninn. Fáeinum mínútum síðar fór hann inn í stofu á neðstu hæð og tappaði blóð úr handleggnum á sjúklingi til þess að gera Wassermann-próf. Rannsóknarstofan þar sem tækin voru geymd var á þriðju hæð. Hann gekk eftir aðalganginum í áttina að stig- anum með blóðsýnishornið í vinstri hendinni í eins konar leiðslu sem hann hafði fundið til allan morguninn, sennilega vegna draums- ins og hinnar óværu nætur. Hann var kominn eitt skref framhjá opnum glugga þegar ljósið frá sprengjunni speglaðist í ganginum, líkt og gríðarlegt ljósmyndunarleiftur. Hann kraup á kné og sagði við sjálfan sig eins og sönnum Japana sæmdi, „Sasaki, gambare!
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.