Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Blaðsíða 87
HIROSHIMA
181
nógu snemma til þess að faðir hennar, sem vann í verksmiðju er
gerði eyrnahlífar handa stórskotaliðsmönnum, gæti haft matinn
með sér í verksmiðjuna. Þegar hún var búin og hafði þvegið upp
mataráhöldin var klukkan næstum orðin sjö. Fjölskyldan átti heima
í Koi, og hún var fjörutíu og fimm mínútur að komast til niður-
suðuverksmiðjunnar í borgarhluta sem kallaðist Kannon-machi.
Hún sá um listana yfir starfsfólkið í verksmiðjunni. Hún fór frá
Koi um sjöleytið, og strax og hún kom í verksmiðjuna fór hún
með nokkrum öðrum stúlkum úr starfsfólksdeildinni inn í samkomu-
sal verksmiðjunnar. Tiginn flotaforingi, fyrrverandi yfirmaður
þeirra, hafði framið sjálfsmorð daginn áður með því.að kasta sér
undir járnbrautarlest — og slíkur dauðdagi var talinn nægilega
virðulegur til þess að haldin væri minningarathöfn, en hún átti að
fara fram í niðursuðuverksmiðjunni klukkan tíu um morguninn.
Ungfrú Sasaki og hinar stúlkurnar sáu um nauðsynlegan undir-
búning athafnarinnar í samkomusalnum. Að því voru þær um tutt-
ugu mínútur. Ungfrú Sasaki fór síðan til skrifstofu sinnar og sett-
ist niður við skrifborð sitt. Hún sat alllangt frá gluggunum, sem
voru vinstra megin við hana, en bak við hana voru tveir stórir
bókaskápar sem geymdu bókasafn verksmiðjunnar, en starfsfólks-
deildin hafði eftirlit með því. Hún fór að undirbúa starf sitt, lagði
dót niður í skúffu og raðaði plöggum. Hún hugsaði sér að spjalla
örlítið við stúlkuna sem sat hægra megin við hana, áður en hún
byrjaði að færa inn á lista sinn nýtt starfsfólk, uppsagnir, og brott-
farir í herinn. Um leið og hún sneri höfðinu frá glugganum, fyllt-
ist herbergið af blindandi bjarma. Hún lamaðist af skelfingu, sat
grafkyrr í stólnum langt augnablik (verksmiðjan var 1.600 yards
frá miðbikinu).
Allt hrapaði, og ungfrú Sasaki missti meðvitundina. Loftið
hrundi snögglega og trégólfið fyrir ofan splundraðist í flísar og
fólkið sem var uppi hrapaði niður og þakið fyrir ofan það lét
undan; en fyrstir allra köstuðust bókaskáparnir fyrir aftan hana
fram yfir sig og það sem í þeim var varpaði henni um koll, en
vinstri fóturinn snerist hræðilega og brotnaði undir þunganum.
í niðursuðuverksmiðjunni þarna, á fyrsta augnabliki kjarnorku-
aldarinnar, var mannleg vera að kremjast í hel undir bókum.