Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Síða 90
184
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
unum. Síðan losaði hún Myeko. Börnin voru óhrein og marin, en
ekkert þeirra hafði skurð eða skrámu.
Frú Nakamura fór með börnin út á götu. Þau voru í nærklæð-
unum einum, og þótt heitt væri í veðri fékk hún í ruglingnum á-
hyggjur út af því að þeim væri kalt, svo að hún fór aftur að rúst-
unum og rótaði í þeim og fann fataböggul sem hún hafði haft
tilbúinn ef hættu bæri að höndum, og hún færði þau í buxur, blúss-
ur, skó, fóðraðar bómullarhettur til öryggis í loftárásum, sem kall-
aðar voru bokuzuki, og meira að segja yfirhafnir, þótt kjánalegt
megi virðast. Börnin voru þögul, nema hin fimm ára gamla Myeko,
sem spurði og spurði í sífellu: „Hvers vegna er orðið dimmt svona
snemma? Hvers vegna hrundi húsið okkar? Hvað kom fyrir?“
Frú Nakamura vissi ekki hvað komið hafði fyrir (var ekki búið að
gefa merki um að öfl hætta væri liðin hjá?), leit í kringum sig og
sá í rökkrinu að öll hús í nágrenninu voru hrunin. Húsið and-
spænis þeim, sem eigandinn hafði verið að rífa til þess að hægt
væri að gera brunavarnarbelti, hafði nú verið fellt mjög rækilega,
en ósnyrtilega; eigandi þess, sem hafði verið að fórna heimili sínu
fyrir öryggi bæjarhlutans, lá örendur. Frú Nakamoto, kona for-
manns Grannafélagsins í þessum bæjarhluta, kom yfir götuna með
höfuðið alblóðugt, og sagði að barnið sitt væri illa skorið; átti
frú Nakamura nokkur sárabindi? Það átti frú Nakamura ekki, en
hún klöngraðist aftur inn í rústirnar af húsi sínu og náði í hvítt
klæði sem hún hafði notað í saumaskap sínum, reif það i ræmur
og fékk frú Nakamoto það. Þegar hún var að ná í klæðið, sá hún
saumavélina sína; hún fór um hæl til að ná í hana og dró hana
fram. Að sjálfsögðu gat hún ekki borið hana með sér, og án þess
að hugsa sig um kastaði hún þessari ímynd lífsviðurværis síns
niður í þró sem í margar vikur hafði verið ímynd öryggis hennar
-— steyptan vatnsgeymi fyrir framan húsið, en þess háttar þró
hafði hverri fjölskyldu verið skipað að koma upp til varnar gegn
hugsanlegum íkveikjuárásum.
Skelkuð grannkona, frú Hataya, kallaði á frú Nakamura að koma
með sér út í skógana í Asano-garðinum — en það er landareign
við Kyo-ána skammt þaðan og í eigu hinnar auðugu Asano-fjöl-
skyldu, sem eitt sinn átti Toyo Kisen Kaisha eimskipafélagið.