Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Side 92
186
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Dóttir herra Hoshijima, barnafræðara trúboðsins, kom hlaup-
andi til föður Kleinsorges og sagði að móðir sín og systir væru
grafnar undir rústunum af húsi sínu, en það var bak við trúboðs-
stöð jesúítanna, og í sömu svifum tóku prestarnir eftir því að hús
kennslukonu barnaheimilisins neðan við trúboðsstöðina var hrunið
ofan ó hana. Meðan faðir LaSalle og frú Murata, forstöðukona
trúboðsins, grófu kennslukonuna upp, gekk faðir Kleinsorge að
hinu hrunda húsi barnafræðarans og fór að róta til í rústunum.
Ekkert hljóð heyrðist neðan úr þeim; hann var viss um að Hos-
hijima-konurnar væru dánar. Að lokum sá hann höfuðið á frú
Hoshijima undir því sem eitt sinn hafði verið hornið á eldhúsinu.
Hann hélt hún væri dáin og fór að draga hana út á hárinu, en allt
í einu hrópaði hún: „Itai! Itai! Það er sárt! Það er sárt!“ Hann
gróf dálítið ennþá og lyfti henni út. Honum tókst einnig að finna
dóttur hennar í múrsteinshaugnum og losa hana. Hvorug var illa
særð.
Kviknað hafði í almenningsbaðhúsi við hliðina á trúboðsbygg-
ingunni, en þar sem vindurinn var suðlægur héldu prestarnir að
hús þeirra væri óhult. Samt fór faðir Kleinsorge inn í varúðar-
skyni til að ná í ýmislegt sem hann vildi ekki glata. í herbergi hans
var óhugnanleg og furðuleg ringulreið. Meðalakassi hékk ósnort-
inn ó krók á veggnum, en fötin hans sem höfðu hangið á öðrum
krókum rétt hjá voru gersamlega horfin. Skrifborðið hans var í
flísum um allt gólfið, en auvirðileg pappataska sem hann hafði falið
undir borðinu stóð í dyrunum þar sem honum gat ekki sézt yfir
hana, með handarhaldið upp, án nokkurrar skrámu. Faðir Klein
sorge leit síðar á þetta sem æðri forsjón, þar sem í töskunni var
bænabókin hans, reikningabókin fyrir allt trúboðsumdæmið og
veruleg upphæð í seðlum sem trúboðsstofnunin átti og hann bar
ábyrgð á. Hann hljóp út úr húsinu og kom töskunni fyrir í loft-
varnarbyrgi trúboðsins.
Um sama leyti komu þeir aftur faðir Cieslik og faðir Schiffer,
sem enn var drifinn blóði, og sögðu að hús dr. Kanda væri hrunið
og að þeir kæmust ekki fyrir eldi út úr eyðileggingarsvæðinu, sem
þeir héldu að væri aðeins í næsta nágrenninu, að einkaspitala dr.
Fujiis á bakka Kyo-árinnar.