Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Page 93
HIROSHIMA
187
SpÍtali dr. Masakazu Fujiis var ekki lengur á bakka Kyo-árinnar;
hann var í ánni. Eftir kollsteypuna var dr. Fujii svo agndofa og svo
illa kraminn af bjálkunum sem þrýstu að brjóstinu á honum að
hann gat í fyrstu ekki hreyft sig, og þarna hékk hann í tuttugu mín-
útur meðan morgunninn myrkvaðist æ meir. Þá kom honum í hug
að brátt myndi flóðbylgjan streyma upp eftir árkvíslunum og höfuð
hans fara í kaf, — og þessi hugsun hvatti hann til skelkaðra átaka
(þótt vinstri handleggur hans væri gagnslaus vegna sársaukans í
öxlinni), og innan skamms var hann búinn að losa sig úr klípunni.
Eftir nokkurra mínútna hvíld klifraðist hann upp á spýtuhraukinn,
fann langt borð sem náði upp á bakkann og skreiddist upp eftir því.
Dr. Fujii var í nærklæðunum, gagndrepa og óhreinn. Nærskyrtan
var rifin, og blóð rann um hana úr slæmum sárum á hökunni og
bakinu. Þannig á sig kominn gekk hann út á Kyo-brúna, en spítali
hans hafði staðið við hana. Brúin stóð enn uppi. Hann sá mjög
illa gleraugnalaus, en þó sá hann nóg til þess að undrast hversu
mörg hús voru hrunin allt í kring. A brúnni mætti hann vini sín-
um, lækni nokkrum, Machii að nafni, og spurði hann ringlaður:
„Hvað heldurðu að þetta hafi verið?“
Dr. Machii sagði: „Það hlýtur að hafa veriö Molotoffano hana-
kago“ — blómakarfa Mólótoffs, en það var hið kurteislega jap-
anska nafn á sprengj uklasa sem dreifist af sjálfu sér.
í fyrstu sá dr. Fujii aðeins tvo bruna, annan handan við ána,
andspænis staðnum þar sem spítali hans hafði verið, og hinn all-
langt í suðri. En jafnframt tóku hann og vinur hans eftir nokkru
sem kom þeim á óvart og þeir ræddu um sín á milli sem læknar:
þótt ennþá væru aðeins örfáir brunar, streymdi sært fólk yfir brúna
í endalausri eymdarfylkingu, og margt þeirra var með hræðileg
brunasár á andlitinu og höndunum. „Hvernig heldurðu að standi
á þessu?“ spurði dr. Fujii. Það var nokkur fróun í því að reyna
að finna skýringu, og dr. Machii hélt fast við sína. „Kannski vegna
þess að það var blómakarfa Mólótoffs,“ sagði hann.
Fyrr um morguninn, þegar dr. Fujii fylgdi vini sínum á járn-
brautarstööina, hafði verið algert logn en nú blés hvass vindur úr
ýmsum áttum; þarna á brúnni var vindurinn austlægur. Nýir brun-
ar gusu upp og breiddust fljótt út, og innan skamms var oröið