Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Síða 93

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Síða 93
HIROSHIMA 187 SpÍtali dr. Masakazu Fujiis var ekki lengur á bakka Kyo-árinnar; hann var í ánni. Eftir kollsteypuna var dr. Fujii svo agndofa og svo illa kraminn af bjálkunum sem þrýstu að brjóstinu á honum að hann gat í fyrstu ekki hreyft sig, og þarna hékk hann í tuttugu mín- útur meðan morgunninn myrkvaðist æ meir. Þá kom honum í hug að brátt myndi flóðbylgjan streyma upp eftir árkvíslunum og höfuð hans fara í kaf, — og þessi hugsun hvatti hann til skelkaðra átaka (þótt vinstri handleggur hans væri gagnslaus vegna sársaukans í öxlinni), og innan skamms var hann búinn að losa sig úr klípunni. Eftir nokkurra mínútna hvíld klifraðist hann upp á spýtuhraukinn, fann langt borð sem náði upp á bakkann og skreiddist upp eftir því. Dr. Fujii var í nærklæðunum, gagndrepa og óhreinn. Nærskyrtan var rifin, og blóð rann um hana úr slæmum sárum á hökunni og bakinu. Þannig á sig kominn gekk hann út á Kyo-brúna, en spítali hans hafði staðið við hana. Brúin stóð enn uppi. Hann sá mjög illa gleraugnalaus, en þó sá hann nóg til þess að undrast hversu mörg hús voru hrunin allt í kring. A brúnni mætti hann vini sín- um, lækni nokkrum, Machii að nafni, og spurði hann ringlaður: „Hvað heldurðu að þetta hafi verið?“ Dr. Machii sagði: „Það hlýtur að hafa veriö Molotoffano hana- kago“ — blómakarfa Mólótoffs, en það var hið kurteislega jap- anska nafn á sprengj uklasa sem dreifist af sjálfu sér. í fyrstu sá dr. Fujii aðeins tvo bruna, annan handan við ána, andspænis staðnum þar sem spítali hans hafði verið, og hinn all- langt í suðri. En jafnframt tóku hann og vinur hans eftir nokkru sem kom þeim á óvart og þeir ræddu um sín á milli sem læknar: þótt ennþá væru aðeins örfáir brunar, streymdi sært fólk yfir brúna í endalausri eymdarfylkingu, og margt þeirra var með hræðileg brunasár á andlitinu og höndunum. „Hvernig heldurðu að standi á þessu?“ spurði dr. Fujii. Það var nokkur fróun í því að reyna að finna skýringu, og dr. Machii hélt fast við sína. „Kannski vegna þess að það var blómakarfa Mólótoffs,“ sagði hann. Fyrr um morguninn, þegar dr. Fujii fylgdi vini sínum á járn- brautarstööina, hafði verið algert logn en nú blés hvass vindur úr ýmsum áttum; þarna á brúnni var vindurinn austlægur. Nýir brun- ar gusu upp og breiddust fljótt út, og innan skamms var oröið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.