Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Side 94
188
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
ómögulegt að standa á brúnni vegna hræðilegs hitablásturs og
neistaflugs. Dr. Machii hljóp yfir ána og eftir stræti þar sem
ekki var enn kviknað í. Dr. Fujii fór niður undir brúna og ofan í
ána, en þar höfðu margir þegar fundið afdrep, meðal annars þjón-
ustufólk hans, sem hafði sloppið burt úr rústunum. Þaðan sá dr.
Fujii hjúkrunarkonu hanga á fótunum í brakinu frá spítalanum
hans og aðra sem var í kvalafullri sjálfheldu um brjóstið. Honum
tókst að fá fólk undir brúnni sér til hjálpar og gat bjargað þeim
báðum. Honum fannst hann heyra rödd frænku sinnar eitt augna-
blik, en hann gat ekki fundið hana; hann sá hana aldrei framar.
Fjórar af hjúkrunarkonunuin hans og sjúklingarnir tveir sem voru
í spítalanum dóu einnig. Dr. Fujii steig aftur niður í árvatnið og
beið þess að eldinn lægði.
Orlög læknanna Fujiis, Kandas og Machiis fyrst eftir sprenging-
una — og örlög langflestra lækna í Hiroshima, því að þessir þrír
voru engin undantekning — þegar spítalar þeirra og skrifstofur
voru í rústum, tæki þeirra á ringulreið og þeir sjálfir meira eða
minna skaddaðir, eru skýringin á því hvers vegna svo margir særð-
ir borgarbúa fengu enga hjúkrun og hvers vegna svo margir dóu
sem hefðu getað haldið lífi. Af hundrað og fimmtíu læknum í
borginni voru sjötíu og fimm þegar dánir og flestir þeirra sem eftir
lifðu voru særðir. Af 1780 hjúkrunarko'num voru 1654 látnar eða
of illa særðar til þess að geta unnið. í stærsta sjúkrahúsinu, sem
Rauðikrossinn átti, voru aðeins sex læknar af þrjátíu færir um að
starfa, og aðeins tíu hjúkrunarkonur af meira en tveimur hundr-
uðum. Eini óskaddaði læknirinn á Rauðakross-spítalanum var dr.
Sasaki. Eftir sprenginguna skundaði hann inn í birgðaherbergið
til þess að ná í sárabindi. Þar var allt á ringulreið, eins og alls
staðar sem hann hafði séð til þegar hann hljóp gegnum spítalann
— meðalaglös dottin niður af hillunum og brotin, smyrsl í slettum
á veggjunum, tækin dreifð út um allt. Hann þreif upp nokkur sára-
bindi og óbrotna flösku af mercurochrome, flýtti sér aftur til yfir-
læknisins og batt um sár hans. Síðan fór hann út í ganginn og fór
að lappa upp á særða sjúklinga og lækna og hjúkrunarkonur sem
þar voru. Hann gerði svo miklar skyssur gleraugnalaus að hann