Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Page 94

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Page 94
188 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR ómögulegt að standa á brúnni vegna hræðilegs hitablásturs og neistaflugs. Dr. Machii hljóp yfir ána og eftir stræti þar sem ekki var enn kviknað í. Dr. Fujii fór niður undir brúna og ofan í ána, en þar höfðu margir þegar fundið afdrep, meðal annars þjón- ustufólk hans, sem hafði sloppið burt úr rústunum. Þaðan sá dr. Fujii hjúkrunarkonu hanga á fótunum í brakinu frá spítalanum hans og aðra sem var í kvalafullri sjálfheldu um brjóstið. Honum tókst að fá fólk undir brúnni sér til hjálpar og gat bjargað þeim báðum. Honum fannst hann heyra rödd frænku sinnar eitt augna- blik, en hann gat ekki fundið hana; hann sá hana aldrei framar. Fjórar af hjúkrunarkonunuin hans og sjúklingarnir tveir sem voru í spítalanum dóu einnig. Dr. Fujii steig aftur niður í árvatnið og beið þess að eldinn lægði. Orlög læknanna Fujiis, Kandas og Machiis fyrst eftir sprenging- una — og örlög langflestra lækna í Hiroshima, því að þessir þrír voru engin undantekning — þegar spítalar þeirra og skrifstofur voru í rústum, tæki þeirra á ringulreið og þeir sjálfir meira eða minna skaddaðir, eru skýringin á því hvers vegna svo margir særð- ir borgarbúa fengu enga hjúkrun og hvers vegna svo margir dóu sem hefðu getað haldið lífi. Af hundrað og fimmtíu læknum í borginni voru sjötíu og fimm þegar dánir og flestir þeirra sem eftir lifðu voru særðir. Af 1780 hjúkrunarko'num voru 1654 látnar eða of illa særðar til þess að geta unnið. í stærsta sjúkrahúsinu, sem Rauðikrossinn átti, voru aðeins sex læknar af þrjátíu færir um að starfa, og aðeins tíu hjúkrunarkonur af meira en tveimur hundr- uðum. Eini óskaddaði læknirinn á Rauðakross-spítalanum var dr. Sasaki. Eftir sprenginguna skundaði hann inn í birgðaherbergið til þess að ná í sárabindi. Þar var allt á ringulreið, eins og alls staðar sem hann hafði séð til þegar hann hljóp gegnum spítalann — meðalaglös dottin niður af hillunum og brotin, smyrsl í slettum á veggjunum, tækin dreifð út um allt. Hann þreif upp nokkur sára- bindi og óbrotna flösku af mercurochrome, flýtti sér aftur til yfir- læknisins og batt um sár hans. Síðan fór hann út í ganginn og fór að lappa upp á særða sjúklinga og lækna og hjúkrunarkonur sem þar voru. Hann gerði svo miklar skyssur gleraugnalaus að hann
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.