Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Qupperneq 97
HIROSHIMA
191
breytt um átt og var nú á norðan; það væri tími til kominn að
fara.
í sama bili benti kennslukona barnaheimilisins prestunum á
herra Fukai, skrifara trúboðsumdæmisins, sem stóð við glugga
sinn á annarri hæð trúboðshússins, horfði í áttina að sprenging-
unni og grét. Faðir Cieslik hélt að stigarnir væru ónothæfir og
hljóp aftur fyrir húsið til að leita að stiga. Þar heyrði hann fólk
hrópa á hjálp undan föllnu þaki. Hann bað fólk sem hljóp fram
hjá honum eftir götunni að hjálpa sér að lyfta þakinu, en enginn
skeytti því neinu, og hann varð að fela hina innilokuðu dauðanum.
Faðir Kleinsorge hljóp inn í trúboðshúsið og klöngraðist upp stig-
ana, sem voru skældir og fullir af gipsi og spýtnabraki, og kallaði
á herra Fukai úr dyrunum á herbergi hans.
Herra Fukai, mjög stuttur maður um fimmtugt, sneri sér hægt
við með einkennilegum svip og sagði: „Látið þér mig vera.“
Faðir Kleinsorge fór inn í herbergið og tók í hálsmálið á herra
Fukai og sagði: „Komið þér með mér, annars farizt þér.“
Herra Fukai sagði: „Lofið þér mér að deyja í friði.“
Faðir Kleinsorge fór að draga og ýta herra Fukai út úr herberg-
inu. Þá kom guðfræðineminn upp og tók um fæturna á herra
Fukai, og faðir Kleinsorge tók um axlirnar á honum, og í sam-
einingu báru þeir hann niður stigann og út. „Ég get ekki gengið!“
hrópaði herra Fukai. „Látið þið mig í friði! “ Faðir Kleinsorge
náði í pappatöskuna sína með peningunum og tók herra Fukai á
bak sér, og hópurinn lagði af stað til Austursvæðisins, en þar var
„öryggissvæði“ bæjarhlutans. Þegar þeir fóru út um hliðið var
herra Fukai orðinn alveg eins og barn, barði á axlirnar á föður
Kleinsorge og sagði: „Ég vil ekki fara. Ég vil ekki fara.“ Faðir
Kleinsorge sneri sér að föður LaSalle og sagði út í hött: „Við
höfum misst allar eigur okkar en ekki kýmnigáfuna.“
Gatan var full af húsahlutum, sem höfðu stjakazt út á hana, og
föllnum símastaurum og vírum. Ur öðru og þriðja hverju liúsi
komu raddir fólks sem var grafið og yfirgefið og hrópaði í sífellu
með formlegri kurteisi: „Tasukete kure! Viljið þið gera svo vel að
hjálpa okkur!“ Um ýmis húsin vissu prestarnir að vinir þeirra
höfðu búið þar, en vegna eldsins var of seint að veita þeim hjálp.