Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Page 99

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Page 99
HIROSHIMA 193 brúna, eftir að hafa hlaupið alla leiðina, sá hann, þegar hann nálg- aðist miðbikið, að öll hús voru -hrunin og mörg logandi. Trén voru nakin og stofnar þeirra sviðnir. Hann reyndi að komast gegn- um rústirnar á ýmsum stöðum, en hvarvetna stöðvaði eldurinn hann. Undan mörgum húsum hrópaði fólk á hjálp, en enginn kom því til hjálpar; yfirleitt hjálpuðu þeir sem eftir lifðu þennan dag aðeins ættingjum sínum eða næstu nágrönnum, því að þeir gátu ekki skilið eða þolað víðtækari skelfingu. Hinir særðu höltruðu fram hjá neyðarópunum, og herra Tanimoto hljóp fram hjá þeim. Sem kristinn maður var hann fullur samúðar með þeim sem voru inniluktir og sem Japani var hann yfir sig kominn af blygðun að vera ósærður, og hann bað á hlaupunum: „Guð hjálpi þeim og bjargi þeim úr eldinum.“ Hann ætlaði að komast fyrir eldinn með því að fara til vinstri. Hann hljóp aftur að Kannon-brúnni og fylgdi einni árkvíslinni nokk- urn spöl. Hann reyndi við margar hliðargötur, en þær voru allar ófærar, svo að hann sneri langt til vinstri og hljóp alla leið til Yokogawa, en það er brautarstöð við járnbraut sem lá umhverfis borgina í víðum hálfhring, og hann fylgdi brautinni þangað til hann kom að brennandi lest. Þá var hann orðinn svo agndofa af útbreiðslu eyðileggingarinnar að hann hljóp tvær mílur í norður til Gion, en það er úthverfi við fjallsræturnar. Alla leiðina fór hann fram hjá hræðilega brenndu og limlestu fólki, og í sekt sinni sneri hann sér til hægri og vinstri á hlaupunum og sagði við suma: „Fyrirgefið, að ég er ekki byrðum hlaðinn eins og þið.“ í nánd við Gion fór hann að mæta sveitafólki sem var á leið til borgar- innar að hjálpa, og þegar það sá hann, hrópuðu margir: „Sko! Þarna er einn sem ekki er særður.“ í Gion kom hann að hægri bakka aðalárinnar, Ota, og hljóp með straumnum, þangað til hann kom að eldunum aftur. Enginn eldur var hinum megin við ána, svo að hann fór úr skyrtunni og skónum og kastaði sér út í. Uti í miðri ánni, þar sem straumurinn var allsterkur, varð hann að lokum gripinn þreytu og ótta — hann hafði hlaupið næstum því sjö mílur — og hann varð máttlaus og rak niður eftir ánni. Hann bað: „Góði guð, hjálpaðu mér yfir. Það væri fásinna af mér að drukkna þegar ég er sá einasti sem ekki er særður.“ Hann 13
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.