Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Síða 100

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Síða 100
194 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR gat þröngvað sér til að taka nokkur sundtök í viðbót og komst upp á odda nokkru neðar. Herra Tanimoto klifraði upp árbakkann og hljóp áfram þangað til hann kom enn að eldi í nánd við stórt musteri, og þegar hann sneri til vinstri til þess að komast fram hjá honum, var hann svo ótrúlega heppinn að mæta konu sinni. Hún hélt á litla drengnum þeirra. Tilfinningar herra Tanimotos voru nú orðnar svo sljóvar að ekkert gat komið honum á óvart. Hann faðmaði ekki konu sína að sér; hann sagði aðeins: „Þú hefur þá bjargazt.“ Hún sagði honum að hún hefði einmitt verið komin heim úr næturgisting- unni í Ushida þegar sprengingin varð; hún hafði grafizt undir prestssetrinu með barnið í fanginu. Hún sagði honum hvernig rúst- irnar hefðu þrýst á hana, hvað barnið hefði grátið. Hún sá Ijós- rák, og með því að teygja annan handlegginn upp fyrir sig stækk- aði hún opið smátt og smátt. Eftir svo sem hálftíma heyrði hún að snarkaði í logandi tré. Að lokum var opið orðið svo stórt að hún gat ýtt barninu út, og síðan klifraðist hún út sjálf. Hún sagðist nú vera á leiðinni til Ushida aftur. Herra Tanimoto sagðist vilja athuga kirkjuna sína og reyna að hjálpa fólkinu í Grannafélaginu sínu. Þau skildu eins stuttaralega — eins ringluð — og þau höfðu hitzt. Á leið sinni fyrir eldinn fór herra Tanimoto yfir Austursvæðið en þangað var fólki ætlað að flýja ef haéttu bæri að höndum, og þar var hræðilegt um að litast: röð eftir röð af brunnu og blóðugu fólki. Þeir sem voru brenndir stundu: „Mizu, Mizu! Vatn, vatn!“ Herra Tanimoto fann skjólu í götu einni í nánd og vatnshana sem enn var hægt að nota í brotinni húsgrind, og hann fór að bera þessu volaða fólki vatn. Þegar hann hafði geíið um þrjátíu þeirra að drekka, sá hann að hann mátti ekki vera að meiru. „Fyrirgefið þið,“ sagði hann hátt við þá sem voru næstir honum og teygðu hendurnar í áttina til hans og hrópuðu af þorsta. „Það er margt fólk sem ég verð að annast.“ Síðan hljóp hann burt. Hann fór aftur að ánni með skjóluna í hendinni og stökk niður á sandeyri. Þar sá hann hundruð manna sem voru svo særðir að þeir gátu ekki staðið upp og komizt út úr hinni brennandi borg. Þegar þeir sáu uppréttan mann og óskaddaðan, hófst sami söngur: „Mizu, mizu,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.