Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Síða 104

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Síða 104
198 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR varð furðulegri og furðulegri. Læknirinn hugsaði: Gæti blómakarfa Mólótoffs valdið öllu þessu? Dr. Fujii komst heim til fjölskyldu sinar um kvöldið. Það var fimm mílur frá miðbiki borgarinnar, en þakið var hrunið af hús- inu og gluggarnir allir brotnir. Allan dagin streymdi fólk inn í Asano-garðinn. Þessi einkagarður var nægilega langt frá sprengingunni til þess að bambusreyr, barr- viður, lárviður og hlynur héldu lífi, og grænar flatir voru lokkandi fyrir flóttamenn — að sumu leyti vegna þess að þeir trúðu því að Bandaríkjamenn myndu aðeins ráðast á byggingar, ef þeir kæmu aftur; að sumu leyti vegna þess að laufskrúðið virtist geyma svala og líf, og hinir framúrskarandi vandvirknislegu klettagarðar voru mjög japanskir, óumbreytanlegir, öruggir; og einnig að nokkru leyti vegna ómótstæðilegrar, frumstæðrar hvatar að fela sig undir trjám (samkvæmt frásögn sumra sem þar voru). Frú Nakamura og börnin hennar voru meðal þeirra fyrstu sem þangað komu, og þau komu sér fyrir í bamibuslundi rétt hjá ánni. Þau voru öll hræðilega þyrst, og þau fengu sér að drekka í ánni. Þeim varð strax óglatt og þau fóru að kasta upp; þau héldu öll (sennilega vegna hinnar miklu „rafmagnslyktar“ sem kom eftir sprenginguna) að þau hefðu sýkzt af eiturgasi sem Bandaríkjamenn hefðu kastað. Þegar faðir Kleinsorge og hinir prestarnir komu inn í garðinn og heilsuðu öll- um vinum sínum á leiðinni, var öll Nakamura-fjölskyldan sjúk og lömuð. Kona nokkur, Iwasaki að nafni, sem átti heima í grennd við trúboðsstöðina, stóð upp og spurði prestana hvort hún ætti að vera kyrr þar sem hún var komin eða fara með þeim. Faðir Kleinsorge sagði: „Ég veit varla hvar öruggast er að vera.“ Hún varð kyrr, og síðar um daginn dó hún, þótt hún hefði engin sjáanleg meiðsli eða brunasár. Prestarnir héldu áfram með ánni og komu sér fyrir innan um runna. Faðir LaSalle lagðist fyrir og sofnaði þegar í stað. Guðfræðineminn, sem var í inniskóm, hafði borið með sér fata- ströngul, og inn í hann hafði hann sett tvenna leðurskó. Þegar hann settist niður hjá hinum, sá hann að ströngullinn hafði opnazt og tveir skórnir dottið úr honum, og nú voru aðeins tveir skór á vinstra fót eftir. Hann rakti slóð sína og fann annan skóinn á
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.