Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Síða 104
198
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
varð furðulegri og furðulegri. Læknirinn hugsaði: Gæti blómakarfa
Mólótoffs valdið öllu þessu?
Dr. Fujii komst heim til fjölskyldu sinar um kvöldið. Það var
fimm mílur frá miðbiki borgarinnar, en þakið var hrunið af hús-
inu og gluggarnir allir brotnir.
Allan dagin streymdi fólk inn í Asano-garðinn. Þessi einkagarður
var nægilega langt frá sprengingunni til þess að bambusreyr, barr-
viður, lárviður og hlynur héldu lífi, og grænar flatir voru lokkandi
fyrir flóttamenn — að sumu leyti vegna þess að þeir trúðu því að
Bandaríkjamenn myndu aðeins ráðast á byggingar, ef þeir kæmu
aftur; að sumu leyti vegna þess að laufskrúðið virtist geyma svala
og líf, og hinir framúrskarandi vandvirknislegu klettagarðar voru
mjög japanskir, óumbreytanlegir, öruggir; og einnig að nokkru
leyti vegna ómótstæðilegrar, frumstæðrar hvatar að fela sig undir
trjám (samkvæmt frásögn sumra sem þar voru). Frú Nakamura og
börnin hennar voru meðal þeirra fyrstu sem þangað komu, og þau
komu sér fyrir í bamibuslundi rétt hjá ánni. Þau voru öll hræðilega
þyrst, og þau fengu sér að drekka í ánni. Þeim varð strax óglatt
og þau fóru að kasta upp; þau héldu öll (sennilega vegna hinnar
miklu „rafmagnslyktar“ sem kom eftir sprenginguna) að þau hefðu
sýkzt af eiturgasi sem Bandaríkjamenn hefðu kastað. Þegar faðir
Kleinsorge og hinir prestarnir komu inn í garðinn og heilsuðu öll-
um vinum sínum á leiðinni, var öll Nakamura-fjölskyldan sjúk og
lömuð. Kona nokkur, Iwasaki að nafni, sem átti heima í grennd við
trúboðsstöðina, stóð upp og spurði prestana hvort hún ætti að vera
kyrr þar sem hún var komin eða fara með þeim. Faðir Kleinsorge
sagði: „Ég veit varla hvar öruggast er að vera.“ Hún varð kyrr,
og síðar um daginn dó hún, þótt hún hefði engin sjáanleg meiðsli
eða brunasár. Prestarnir héldu áfram með ánni og komu sér fyrir
innan um runna. Faðir LaSalle lagðist fyrir og sofnaði þegar í stað.
Guðfræðineminn, sem var í inniskóm, hafði borið með sér fata-
ströngul, og inn í hann hafði hann sett tvenna leðurskó. Þegar
hann settist niður hjá hinum, sá hann að ströngullinn hafði opnazt
og tveir skórnir dottið úr honum, og nú voru aðeins tveir skór
á vinstra fót eftir. Hann rakti slóð sína og fann annan skóinn á