Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Page 117

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Page 117
HIROSHIMA 211 „En það liggja margir fyrir dauðanum á árbakkanum þar yfir frá.“ „Fyrsta skyldan,“ sagði læknirinn, „er að annast þá sem eru lítið særðir.“ „Ha — þegar margir liggja mjög særðir á árbakkanum?“ Læknirinn flutti sig að öðrum sjúklingi. „Þegar slík stórslys henda,“ sagði hann, eins og hann væri að lesa upp úr bók, „er fyrsta skylda okkar að bjarga eins mörgum og hægt er — bjarga sem flestum frá dauða. Um þá sem eru mikið særðir er engin von. Þeir deyja. Við getum ekki skipt okkur af þeim.“ „Það kann að vera rétt frá læknisfræðilegu sjónarmiði —,“ byrj- aði herra Tanimoto, en þá varð honum aftur litið yfir sléttuna, þar sem fjöldi líka lá við hlið þeirra sem enn lifðu, og hann sneri burt án þess að ljúka við setninguna, því að nú var hann gram- ur sjálfum sér. Hann vissi ekki hvað hann ætti að taka til bragðs; hann hafði lofað deyjandi fólki í garðinum að færa því læknis- hjálp. Ef til vill dæi það og fyndist það hafa verið svikið. Hann sá matvælabúr einum megin við sléttuna, og hann fór þangað og sníkti hrískökur og kex, og það tók hann með sér handa fólkinu í garðinum í læknis stað. Þennan morgun var aftur heitt. Faðir Kleinsorge fór að ná í vatn handa hinum særðu í flösku og tepott sem hann hafði fengið að láni. Hann hafði heyrt að hægt væri að ná í ferskt vatnsleiðslu- vatn fyrir utan Asano-garðinn. Hann gekk gegnum klettagarðana og varð að klifra yfir og skríða undir fallin furutré; hann fann að hann var máttfarinn. Mörg lík voru í görðunum. Við fallega mána- brú fór hann fram hjá nakinni, lifandi konu sem virtist hafa brennzt frá hvirfli til ilja og var öll eldrauð. Rétt við garðshliðið var læknir að störfum, en eina meðalið sem hann hafði var joð, og það bar hann á sár, marbletti, slímug brunasár, allt — og nú voru öll meiðsl sem hann bar á þakin greftri. Utan við garðhliðið fann faðir Klein- sorge vatnshana sem enn var nothæfur — leifar af horfnu húsi — og hann fyllti ílátin sín og sneri aftur. Þegar hann hafði fært hin- um særðu vatnið, fór hann aftur af stað. Þá var konan við brúna dáin. Á bakaleiðinni með vatnið villtist hann vegna þess að hann
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.