Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Qupperneq 117
HIROSHIMA
211
„En það liggja margir fyrir dauðanum á árbakkanum þar yfir
frá.“
„Fyrsta skyldan,“ sagði læknirinn, „er að annast þá sem eru lítið
særðir.“
„Ha — þegar margir liggja mjög særðir á árbakkanum?“
Læknirinn flutti sig að öðrum sjúklingi. „Þegar slík stórslys
henda,“ sagði hann, eins og hann væri að lesa upp úr bók, „er
fyrsta skylda okkar að bjarga eins mörgum og hægt er — bjarga
sem flestum frá dauða. Um þá sem eru mikið særðir er engin von.
Þeir deyja. Við getum ekki skipt okkur af þeim.“
„Það kann að vera rétt frá læknisfræðilegu sjónarmiði —,“ byrj-
aði herra Tanimoto, en þá varð honum aftur litið yfir sléttuna,
þar sem fjöldi líka lá við hlið þeirra sem enn lifðu, og hann sneri
burt án þess að ljúka við setninguna, því að nú var hann gram-
ur sjálfum sér. Hann vissi ekki hvað hann ætti að taka til bragðs;
hann hafði lofað deyjandi fólki í garðinum að færa því læknis-
hjálp. Ef til vill dæi það og fyndist það hafa verið svikið. Hann
sá matvælabúr einum megin við sléttuna, og hann fór þangað og
sníkti hrískökur og kex, og það tók hann með sér handa fólkinu
í garðinum í læknis stað.
Þennan morgun var aftur heitt. Faðir Kleinsorge fór að ná í vatn
handa hinum særðu í flösku og tepott sem hann hafði fengið að
láni. Hann hafði heyrt að hægt væri að ná í ferskt vatnsleiðslu-
vatn fyrir utan Asano-garðinn. Hann gekk gegnum klettagarðana
og varð að klifra yfir og skríða undir fallin furutré; hann fann að
hann var máttfarinn. Mörg lík voru í görðunum. Við fallega mána-
brú fór hann fram hjá nakinni, lifandi konu sem virtist hafa brennzt
frá hvirfli til ilja og var öll eldrauð. Rétt við garðshliðið var læknir
að störfum, en eina meðalið sem hann hafði var joð, og það bar
hann á sár, marbletti, slímug brunasár, allt — og nú voru öll meiðsl
sem hann bar á þakin greftri. Utan við garðhliðið fann faðir Klein-
sorge vatnshana sem enn var nothæfur — leifar af horfnu húsi —
og hann fyllti ílátin sín og sneri aftur. Þegar hann hafði fært hin-
um særðu vatnið, fór hann aftur af stað. Þá var konan við brúna
dáin. Á bakaleiðinni með vatnið villtist hann vegna þess að hann