Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Page 119

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Page 119
HIROSHIMA 213 Asano-garðinn, ákvað móðir þeirra að snúa við og ná í mat og aukaföt; þau misstu af henni í flóttafólksstraumnum og höfðu ekki séð hana síðan. Stundum námu þau snögglega staðar í glöðum leik sínum og fóru að kalla á móður sína. Það var erfitt fyrir öll börnin í garðinum að halda huganum við harmleikinn mikla sem gerzt hafði. Toshio Nakamura komst allur í uppnám þegar hann hann sá vin sinn Seichi Sato á leið upp eftir ánni í báti ásamt fjölskyldu sinni, og hann hljóp út á bakkann, veifaði og hrópaði: „Sato! Sato!“ Drengurinn leit við og hrópaði: „Hver er það?“ „Nakamura.“ „Halló, Toshio!“ „Eruð þið öll ómeidd?“ „Já. En þið?“ „Já, það er allt í lagi með okkur. Systur mínar eru alltaf að kasta upp, en mér líður prýðilega.“ Faðir Kleinsorge var orðinn þyrstur í hinum ógurlega hita, en hann hafði ekki þrek til að fara eftir vatni aftur. Skömmu fyrir hádegi sá liann japanska konu vera að úthluta einhverju. Hún kom brátt til hans og sagði vingjarnlegri röddu: „Hérna eru teblöð. Tyggið þér þau, ungi maður, þá verðið þér afþyrstur.“ Blíða þess- arar ókunnu konu kom föður Kleinsorge næstum því til að tárast. Vikum saman hafði hann verið þjakaður af útlendingahatri því sem Japanarnir virtust láta æ meir í ljós, og honum hafði meira að segja liðið illa meðal japanskra vina sinna. Framkoma þessarar ókunnu konu kom honum næstum til að missa vald á sér. Um hádegi komu prestarnir frá klaustrinu með handvagninn. Þeir höfðu komið við þar sem trúboðshúsið hafði staðið í mið- borginni og fundið nokkrar töskur sem geymdar höfðu verið í loftvarnarbyrginu og höfðu einnig tínt upp leifar bráðnaðra kirkju- gripa í rústum kapellunnar. Nú hlóðu þeir pappatösku föður Klein- sorges og munum frú Murata og Nakamura-fjölskyldunnar á vagn- inn, settu Nakamura-telpurnar tvær ofan á og ætluðu af stað. Þá var það að einn hagsýnn jesúíti minntist þess að þeim hafði verið tilkynnt nokkru áður að ef þeir yrðu fyrir eignatjóni af völdum óvinanna, ættu þeir að leggja fram hótakröfu á lögreglustöðinni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.