Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Side 123

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Side 123
HIRQSHIMA 217 hann í rústum trúboðshússins, en fann ekki neitt. Hann fór að rúst- um tveggja skóla og spurði um fólk sem hann þekkti. Hann reyndi að leita uppi einhverja af hinum kaþólsku Japönum borgarinnar, en fann aðeins hrunin hús. Hann fór aftur til klaustursins, agn- dofa og án þess að hafa öðlazt nokkurn nýjan skilning. Tveim mínútum yfir ellefu að morgni hins 9. ágúst var annarri kjarnorkusprengjunni varpað, á Nagasaki. Margir dagar liðu áður en þeir sem eftir lifðu í Hiroshima vissu að þeir höfðu eignazt þjáningarfélaga, vegna þess að japanska útvarpið og blöðin voru mjög varkár í umtali um þetta dularfulla vopn. Níunda ágúst var herra Tanimoto enn að hjálpa til í garðinum. Hann fór út í úthverfið Ushida, þar sem kona hans dvaldist hjá vinum þeirra, og náði í tjald sem hann hafði geymt þar áður en sprengingin varð. Nú fór hann með það út í garðinn, og setti það upp sem skýli handa nokkrum hinna særðu sem hvorki gátu hreyft sig né þoldu flutning. Hvað sem hann hafðist að í garðinum, fann hann að sér voru gefnar gætur af tvítugri stúlku, frú Kamai, ná- grannakonu hans frá gamalli tíð, sem hann hafði séð með lík litlu dóttur sinnar í fanginu daginn sem sprengingin varð. Hún hélt á litla líkinu í fanginu í fjóra daga, enda þótt komin væri slæm lykt af því þegar á öðrum degi. Einu sinni settist herra Tanimoto hjá henni um stund, og hún sagði honum að sprengjan hefði velt hús- inu ofan á sig, og hún hefði verið með barnið bundið á bak sér, en þegar hún var sloppin út hefði hún uppgötvað að barnið var að hósta og hafði munninn fullan af óhreinindum. Hún hreinsaði munn barnsins vandlega með litlafingrinum, og um stund hafði barnið andað eðlilega og virzt vera alveg heilbrigt; en allt í einu var það dáið. Frú Kamai talaði einnig um að hún ætti góðan eig- inmann, og sárbændi herra Tanimoto aftur að leita að honum. En herra Tanimoto hafði farið um alla miðborgina fyrsta daginn og alls staðar séð hræðilega brennda hermenn frá herbúðum Kamais, Chugoku-stöðvunum, og vissi því að vonlaust inyndi að finna Kamai, enda þótt hann væri á lífi, en að sjálfsögðu sagði hann henni ekki frá því. I hvert skipti sem hún sá herra Tanimoto,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.