Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Page 123
HIRQSHIMA
217
hann í rústum trúboðshússins, en fann ekki neitt. Hann fór að rúst-
um tveggja skóla og spurði um fólk sem hann þekkti. Hann reyndi
að leita uppi einhverja af hinum kaþólsku Japönum borgarinnar,
en fann aðeins hrunin hús. Hann fór aftur til klaustursins, agn-
dofa og án þess að hafa öðlazt nokkurn nýjan skilning.
Tveim mínútum yfir ellefu að morgni hins 9. ágúst var annarri
kjarnorkusprengjunni varpað, á Nagasaki. Margir dagar liðu áður
en þeir sem eftir lifðu í Hiroshima vissu að þeir höfðu eignazt
þjáningarfélaga, vegna þess að japanska útvarpið og blöðin voru
mjög varkár í umtali um þetta dularfulla vopn.
Níunda ágúst var herra Tanimoto enn að hjálpa til í garðinum.
Hann fór út í úthverfið Ushida, þar sem kona hans dvaldist hjá
vinum þeirra, og náði í tjald sem hann hafði geymt þar áður en
sprengingin varð. Nú fór hann með það út í garðinn, og setti það
upp sem skýli handa nokkrum hinna særðu sem hvorki gátu hreyft
sig né þoldu flutning. Hvað sem hann hafðist að í garðinum, fann
hann að sér voru gefnar gætur af tvítugri stúlku, frú Kamai, ná-
grannakonu hans frá gamalli tíð, sem hann hafði séð með lík litlu
dóttur sinnar í fanginu daginn sem sprengingin varð. Hún hélt á
litla líkinu í fanginu í fjóra daga, enda þótt komin væri slæm lykt
af því þegar á öðrum degi. Einu sinni settist herra Tanimoto hjá
henni um stund, og hún sagði honum að sprengjan hefði velt hús-
inu ofan á sig, og hún hefði verið með barnið bundið á bak sér,
en þegar hún var sloppin út hefði hún uppgötvað að barnið var
að hósta og hafði munninn fullan af óhreinindum. Hún hreinsaði
munn barnsins vandlega með litlafingrinum, og um stund hafði
barnið andað eðlilega og virzt vera alveg heilbrigt; en allt í einu
var það dáið. Frú Kamai talaði einnig um að hún ætti góðan eig-
inmann, og sárbændi herra Tanimoto aftur að leita að honum.
En herra Tanimoto hafði farið um alla miðborgina fyrsta daginn
og alls staðar séð hræðilega brennda hermenn frá herbúðum
Kamais, Chugoku-stöðvunum, og vissi því að vonlaust inyndi að
finna Kamai, enda þótt hann væri á lífi, en að sjálfsögðu sagði
hann henni ekki frá því. I hvert skipti sem hún sá herra Tanimoto,