Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Qupperneq 128

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Qupperneq 128
222 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR af Antoinette hjartfólgnari okkur en allir hinir, Jjví að fegurri mannlýsing mun torfundin í bókmenntum þessarar aldar, og er þá mikið sagt. En allt er verkið uppljómað af svo fágætri göfgi og mannúð, skyggni og vizku, að við lesum jjaff okkur til sálubótar á nokkurra ára fresti og verðum ávallt jafn heilluð og hugfangin. Forráðamenn Ileimskringlu eiga vissulega miklar þakkir skilið fyrir það menningarframtak að gefa út Jóhann Kristófer, ekki sízt vegna þess, hversu giftusamlega hefur til tekizt um val þýðanda. Sérhver blaðsíða í þeim hluta bókarinnar, sem þegar er kominn út hjá forlaginu, ber vitni um það, að Þórarinn Björnsson leysir verk sitt frábærlega vel og samvizkusamlega af hendi. Þegar liann hefur lokið því, vildi ég mega óska þess, að honum gæfist einnig tóm til að þýða sögu Rollands af Annettu, L’Ame Enchantée, en hún er annað höfuðrit þessa undursamlega skálds og stendur Jóhanni Kristófer hvergi að baki. 0. /. S. STURLUNGA SAGA. Jón Jóhannesson, Magnús Finnbogason og Kristján Eldjárn sáu um útgáf- una. I—II, Reykjavík 1946. Sturlunga er furðulegt rit. Hvort sem litið er á liana sem listaverk eða þjóð- arsögu eru gallar hennar stórfelldir og hverjum lesanda augljósir. En samt er seiðmagn hennar meira en margra annarra bóka, og sá íslendingur sem far- inn er að lesa Sturlungu fyrir alvöru mun brátt komast að raun um að hann getur lengi haldið því áfram. Enda er það fullkunnugt að hér á landi er tölu- vert stór hópur manna sem les Sturlungu að staðaldri, og svo hefur lengi verið. Fjölbreytni frásagnarinnar, hin ólgandi viðburðarás, dramatískir kaflar sem sumir eru meistaraverk að stíl, — og að baki allrar sögunnar harmleikur ís- lenzka þjóðveldisins, -— allt þetta leggst á eitt um að gera þetta rit hugstætt hverjum Islendingi sem áhuga hefur á sögu og bókmenntum þjóðar sinnar. En því er ekki að neita að frágangur Sturlungu er þannig að hann hlýtur að fæla margan frá lestri hennar. Söguþráðurinn er hnökróttur og sums stað- ar slitinn með öllu, alls konar aukaatriðum ægir saman við meginviðburðina, persónugrúinn er gífurlegur og lesandanum sjaldnast rétt nein hjálparhönd til þess að átta sig á honum, tímatal óljóst. Loks er sjálf samsteypa Sturlungu- safnsins úr mörgum ólíkum sögum og þáttum enn einn þröskuldurinn á vegi lesandans, sé hún ekki skýrð í sjálfri útgáfunni. Hin nýja og glæsilega útgáfa Sturlungu sem út kom á síðasta ári ber langt af öllum fyrri útgáfum í því að létta undir við lesturinn með því að greiða úr mörgum þeim flækjum sem flestum lesendum er ofvaxið að ráða við. Ut- gáfunni fylgir rækilegur inngangur, textaskýringar og vísnaskýringar, tíma- tal, mjög vönduð nafnaskrá, ættaskrár um 46 ættir, skrá um atriðisorð, fjöldi mynda og uppdrátta. Margt af þessu eru algerðar nýjungar í útgáíum Sturl-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.