Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Page 136

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Page 136
230 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR aðra bréfa og handrita, án þess að þau séu nánar tilgreind. Um texta kvæð- anna sem birt eru er sjaldnast tekið fram hvort þau séu prentuð eftir eldri útgáfum eða hliðsjón höfð af handritum, og verður ekki gengið úr skugga um það nema með samanburði. Enginn ætlast til að í slíkri bók sé krítisk útgáfa kvæðanna, en lesandinn á heimtingu á vitneskju um vinnuaðferð höfundar, þótt ekki væri nema til þess að spara þeim ómak sem á eftir koma. Á tveim- ur sviðum hefur höfundur unnið nytsamt verk af þessu tagi: annars vegar er hér rækileg og þarfleg greinargerð fyrir öllum útgáfum prentaðra rita Hallgríms, hins vegar er rakið það sem vitað er um eiginhandarrit Hallgríms af Passíusálmunum. Er það að vísu í meginatriðum grundvallað á fyrri rann- sóknum annarra manna, einkum Páls E. Ólasonar, en Magnús Jónsson bendir þó á ýmis vafaatriði sem enn er ekki leyst úr. Er af þessum athugunum fylli- lega ljóst að þótt til sé nákvæm útgáfa og Ijósprentun þess eina eiginhandar- rits sem varðveitt er, þá er engu að síður brýn þörf á vandlega gerðri krítiskri útgáfu Passíusálmanna, þar sem allt sé tínt til sem rekja má til Hallgríms sjálfs með fullum rökum. Síðasti þáttur bókarinnar fjallar um rit Hallgríms í óbundnu máli, og er þar sýnt með mörgum dæmum það sem almenningi er efalaust miður kunn- ugt, að Hallgrímur bar engu síður af samtíðarmönnum sínum í þeirri grein en í kveðskap, að því er tekur til máls og stíls. Hins vegar er efni þessara rita þannig farið að þau munu varla eignast marga lesendur nú á dögum, en einmitt þess vegna er greinargerð Magnúsar hin þarfasta. Tvær minni háttar villur skal aðeins bent á: Við það sem segir um Metro- politanskólann í Kaupmannahöfn (I 36) er það að athuga að hann var fluttur úr húsakynnum sínum við Frúarkirkju út á Norðurbrú fyrir nokkrum árurn, og á dögum Hallgríms var hann sunnan við Frúarkirkju (sbr. myndina II 292), en orð höfundar: „til vinstri handar við kirkjuplássið" væri eðlilegast að skilja svo að hann hefði verið norðan við. — Höfundur segir (I 111) að skýringar Hallgríms á vísum úr Ólafs sögu Tryggvasonar séu glataðar, en a. m. k. tvær uppskriftir þeirra eru til í konunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn (Ny kgl. Saml. 1693,4° og Thott 1499,4°). í lokaþætti bókar sinnar gerir Magnús Jónsson grein fyrir efnisvali sínu og því hverju sé sleppt sem ástæða væri til að rita um. Má þar sérstaklega benda á mál Hallgríms og stíl, bæði í bundnu máli og óbundnu. Þar er mikið verkefni óleyst fyrir íslenzka málfræðinga, en því verða ekki gerð nein skil fyrr en gerð hefur verið krítisk útgáfa á ritum Hallgríms. Og það er ekki sagt bók Magnúsar Jónssonar til lasts þó að því sé bætt við að þá verður hægt að skrifa betri bók um Hallgrím Pétursson. Vonandi verður þessi bók til þess að opna augu íslenzkra fræðimanna fyrir því höfuðhneyksli að slík útgáfa skuli ekki vera til og hvetja þá til að hrinda henni í framkvæmd. J. B.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.