Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Side 138

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1947, Side 138
232 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR rökum Finns, en engu síður af skyldurækni sinni og heiffarleika, því að ann- að var honum óhugsandi en að gjalda Finni aftur það fé sem hann hafði lagt út fyrir Grím. Og gullsmiðurinn á Bessastöðum átti sem betur fór eftir að lifa það að sjá syni sfnum sæmilega borgið á veraldlega vísu. Öll þessi bréf eru merkilegar heimildir um ævi Gríms og veita ýmsa vitn- eskju um bréfritarana sem betra er að hafa en missa. Bréf Brynjólfs Péturs- sonar gefa t. d. nokkra hugmynd um hvers vegna samtíðarmenn hans höfðu þvílíkt álit á honum. Þau bera með sér bæði gáfur og mannkosti. Þó að bréfin í þessari bók séu úrval, eru þau svo smekklega valin að lesandanum finnst þau vera í eðlilegu samhengi. Skýringar útgefanda eru gagnorðar, en taka þó til hins helzta sem máli skiptir. Sú nýbreytni er hér tekin upp að hverju bréfi fylgir stutt efniságrip (á undan bréfinu) og skýringarnar koma beint á eftir því. Er þetta til léttis við lestur, þótt af því leiði nokkra erfiðleika á því að fá gott útlit á sumum prentsíðunum. En ekki verður við öllu séð, enda má vera að um þetta verði menn ekki á eitt sáttir. Finnur landsbókavörður Sigmundsson hefur nú unnið sér slíkan orðstír og vinsældir með þessum tveimur bókum að einsætt er að honum muni ekki haldast uppi að láta hér staðar numið. J. B. Sigurjón Jónsson: SÖGUR OG ÆVINTÝRI. — Bókaverzlun Guðmundar Gamalíelssonar 1947. Sigurjón Jónsson var mikilvirkur höfundur á yngri árum, gaf út ljóðabók, ævintýrasöfn og skáldsögur er vöktu almenna athygli og þóttu ærið skeleggar og opinskáar í þann tíð. Fyrir tveim árum kvaddi hann sér hljóðs að nýju eftir langa þögn með litlu kvæðakveri er hann nefndi Krækiber, og var að vísu ekki beysinn kveðskapur, enda nýtur skáldgáfa Sigurjóns sín betur í óbundnu máli en ljóði, og bera sumar af hinum nýju sögurn hans þess ljósan vott. Höf- undur tileinkar bókina fósturmóður sinni, Guðrúnu Jónsdóttur frá Stafholtsey, og ritar um hana minningargrein af sonarlegri ræktarsemi og hlýju. Um Guð- rúnu fjallar einnig að nokkru eftirminnilegasta sagan í bókinni, Frá horfinni öld. Er þar dregin upp frábær mynd af íslenzku sveitaheimili á öldinni sem leið, persónulýsingar skýrar og frásögnin slungin myrkri dul; en sá er galli á sögunni að hún er slælega byggð, er í rauninni tvær sögur, og mundi fyrri hlutinn sóma sér prýðilega sem upphaf að langri skáldsögu. Rauðir sokkar eru um sígilt efni og þannig með það farið að ekki skortir nema herzlumuninn að úr verði fallegt listaverk; höfundur hefði þurft að taka söguna fyrir einu sinni enn og nema burt allt sem ekki var brýn nauðsyn að láta standa. Hins vegar er húmoreskan Fyrrverandi vinur ágætlega unnin, þar er ekkert vansagt og engu ofaukið. Sigurjóni lætur vel að rekja fornar minningar og kæmi mér ekki á óvart þótt hann ætti eftir að sækja efniviðinn í beztu sögur sínar í þá átt. Sn. H.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.