Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Blaðsíða 102
92
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Það má furðulegt heita, að annar eins
hafsjór af sögum og bröndurum skuli
hafa rúmazt í einum kolli. Séra Árna
verður allt að frásagnarefni. Og þá skipt-
ir hitt minnu, þótt lidnn hafi ekki gert
víðreist um dagana, þótt líf hans hafi
verið fremur fábrotið og snautt að stór-
viðburðum á ytra borði. Hann hefur
samt nægilegt frásagnarefni til þess að
fylla sex þykk bindi.
Það væri vonlaust verk að ætla sér að
gefa nokkra viðhlitandi hugmynd um
þetta mikla rit, nema þá í miklu lengra
máli en hér er kostur á. Það er liið und-
arlegasta sajnsafn af alls konar sögum og
frásögnum, hversdagslegum og furðu-
legum, sennilegum og lygilegum, alvar-
legum og skoplegum. Frásagnir úr dag-
legu lífi og starfi, sögur af venjulegu
fólki og óvenjulegu, dagfari þess og
skapgerð, dýrasögur, veikindasögur, sög-
ur af undralækningum, sögur um
skyggna menn, sögur um drauma, sýnir
og vitranir, sögur um mátt bænarinnar,
helgisögur, kraftaverkasögur, huldu-
fólkssögur, draugasögur og skrímsla, og
mætti þannig lengi telja. Og ekki má
gleyma því, að þarna eru heilir þættir,
sumir langir, um þjóðkunna menn eða
sérkennilega, er sögumaður hefur
kynnzt. Og það bregzt ekki, að þessir
þættir varpi skýru ljósi á persónurnar,
og sumir hverjir auk þess alveg nýju
ljósi. Meðal þjóðkunnra manna eru Jón
Þorkelsson rektor, Gestur Pálsson, Ein-
ar Benediktsson, Lárus H. Bjarnason,
Þorleifur í Bjarnarhöfn, Símon Dala-
skáld og frú Þuríður Kúld. Af sérkenni-
legum mönnum Signý Sigmundsdóttir,
Kristín Sigurðardóttir í Skógarnesi,
Guðmundur Guðmundsson læknir, Guð-
mundur dúlluri og Benedikt í Krossholti.
Allir eru þættir þessir fróðlegir og
flestir skemmtilegir með afbrigðum. Og
svo er um verkið allt. Betri skemmtilest-
ur getur maður varla kosið sér. En af
öllum þeim urmul persóna, sem bregður
fyrir á sviðinu, langflestar meitlaðar og
bráðlifandi, er það þó ein, sem dregur
að sér mesta athyglina. Það er sögumað-
urinn sjálfur — þessi sérstæði persónu-
leiki, margslunginn og einóður í senn,
alvörumaður og húmoristi af guðs náð,
leiftrandi af snilliyrðum, en bamalegur
í aðra röndina, drjúgur nokkuð af sjálf-
um sér og þó lítillátur við alla. En á
hann duga engin lýsingarorð. Til þess
að kynnast honum þarf að lesa þessa
sögu hans spjaldanna milli.
Þó að Árni prófastur væri í tölu hinna
lærðu manna og hafi vafalaust unað sér
vel með höfðingjum, er svo bar undir,
var hann með vissum hætti alþýðunnar
maður. Hann er auðvitað trúaður, eins
og samir presti hinnar íslenzku þjóð-
kirkju. En trú sína hefur hann ekki öðl-
azt fyrir guðfræðinámið, heldur aðallega
af viðkynningu sinni við fjósakonu í
Reykjavík og vanskapaðan niðursetning
vestur á Snæfellsnesi. Yfirleitt andar
köldu frá honum til lærðu mannanna.
„Skelfing eru þeir vitlausir, þessir kon-
tórlallar." Við nýju guðfræðina, er hann
svo kallar, er honum mjög í nöp. Um
einn af máttarstólpum íslenzkrar kirkju
segir hann, að sá gæti afkristnað heil
sólkerfi, og myndi það ekki taka hann
langan tíma. Virðingarleysi séra Árna
fyrir vísindum nútímans á sér nálega
engin takmörk, og situr hann sig sjaldan
úr færi um að beina skeytum sínum að
þeim. „Alla lögfræði, sem ég hef numið,
lærði ég af hundi.“ Sálfræði og heim-
speki síðari tíma eiga ekki upp á pall-
borðið hjá honum. Hann lætur sig t. d.
ekki muna um að sæma heimspekinginn