Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Síða 110
100
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
hann einkum úr tveim áttum: írskum
prestum og álfheimum. Lýsingar sög-
unnar á samskiptum ísars við huldu-
verur náttúrunnar eru býsna fagrar en
ákaflega óraunsæjar, ef á að taka þær
alvarlega, eins og höfundurinn virðist
ætlast til. Eg leiði heimspekina hjá mér.
Mér finnst hún hálf þunn og barnaleg
og löngu úrelt, en máski hæfir hún
þannig bezt hinu óraunverulega og
verklausa lífi sögunnar. Máski er hún
góð handa fólki, sem hefur ekkert annað
að gera en rembast við að vera gott fólk
án nokkurrar lífsbaráttu.
Einnig eru það úreltar hugmyndir
lífsþreytts yfirstéttarfólks í stórborgum,
að lífið í sveitinni sé eintóm friðsæld
við lauka- og vizkurækt, jafnvel á Ir-
landi á 11. öld.
Eins og áður getur, mun ísarr Dags-
son eiga að verða höfundur Völuspár.
Það, sem komið er af sögunni, mun
aðeins vera fyrra eða fyrsta bindi. Ekki
verður af því ráðið, hvernig honum
tekst að yrkja það kvæði. En mikilli
lífsreynslu má þessi sveimhugi bæta við
hina írsku speki sína. Þó uggir mig
mest, að hann verði orðinn of vel krist-
inn og heilagur, en of fjarri heiðninni.
Ég held, að það hafi verið misráðið af
höfundi að láta söguna gerast eftir alda-
mótin 1000. Þó eru kannski önnur mis-
tök verri. Isarr Dagsson hefur kynnzt
mörgum fögrum konum, ratað í ýmis
ástarævintýri og yfirleitt lifað mjög
lausbeizlaður. Ef höfundurinn léti hann
ekki taka kristnina og heimspekina eins
alvarlega og hann gerir, teldi eg ekki
ómögulegt, að hann gæti skrifað sögu í
líkingu við Decameron, ef honum entist
aldur til.
í þessu er einmitt megingalli sögunn-
ar fólginn. Höfundur hefur tekið skakk-
an pól í hæðina. Hann hefur ætlað að
skrifa alvarlega sögu, en sagan hefur á
sér flest einkenni rómantískrar gaman-
sögu. Hún er einskonar sambland af
rómantík fornsagnanna og íburðarmik-
illi nútíma Hollywoodkvikmynd.
Kvikmyndir nútímans eru einkum
þrenns konar: a) Gamanmyndir, b)
rómantískar dans- og söngvamyndir, c)
raunsæismyndir. Allar geta þessar
myndir verið góðar, séu þær vel gerðar.
En sé þeim blandað saman, verður það
til stórspillis. Algengt er að stórspilla
rómantískum gamanmyndum með því
að troða inn í þær alvarlegu efni, sem á
þar ekki heima. Þetta hefur einnig hent
höfund Þokunnar rauðu. Ef hann hefði
sleppt hugmyndinni um Völuspá, svo og
hinu írska heimspekiþrugli, en sett í
þess stað létt gamanefni, hefði sagan
orðið öll önnur og betri. Kristmann hef-
ur svo frjótt ímyndunarafl og kann svo
vel að segja sögu, að það getur verið
unun að hverfa burt frá veruleikanum
um sinn og fylgja honum um draum-
heima eða skyggnast inn í dularheima
mannlegra tilfinninga.
Helgi J. Halldórsson.
Elías Mar:
Vögguvísa.
Helgafell, Reykjavík 1950.
Íslenzkir skáldsagnahöfundar til þessa
dags hafa verið sveitamenn. Þó að þeir
hafi dustað mosann úr skegginu og gerzt
heimsborgarar, hefur Reykjavík verið
sem bögglað roð fyrir brjósti þeirra.
Þeir hafa ýmict skilið hana eins og
sveitadrengir eða útlendingar, hún hef-
ur aldrei runnið þeim í merg og blóð.
Nú fyrst eru þeir höfundar að verða