Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Síða 46

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Síða 46
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Nú kemst jeg sem sagt að raun um hið gagnstæða. Allir hugsandi menn og alvarlegar konur hjer austanlands tala um hættuna, sem felist í hinu bágborna uppeldi barnanna á fjörðunum og útmála með dapurlegustu litum ástandið eins og það er. Seinast tók austfirska prestastefnan, sem haldin var í Valla- nesi um síðustu helgi, mál þetta til alvarlegrar íhugunar, já, meira að segja: þetta barnauppeldismál var að sögn, eitt hið alvarlegasta og vandasamasta úr- lausnarefni, sem fyrir fundinum lá, enda tókst ekki að leysa það, eftir því sem jeg hefi frétt. Barnaheimilin eru nú, að því mjer sögðu klerkar, þær þjóðheillastofnanir, sem heitast bæri að óska, ef nokkur von væri um viturlegar undirtektir á æðri stöðum. Hugsa menn sjer stofnanir þessar grundaðar til sveita, og sje þar hafð- ur búrekstur á kostnað ríkis eða einstaklinga, og tekið við kaupstaðabörnum að vorinu, strax er þau fara úr skólum, og síðan höfð undir eftirliti uppeldis- vanra manna og kvenna, uns haustar og skólar hefjast á ný. Mætti í bili nota unglingaskóla fjórðunganna sem tómir standa að sumarlagi, í þessu augna- miði. Þetta er einkar viturleg hugmynd. En það er annað sem endurbótar þarf, að minsta kosti ekki síðar en barna- heimilin verða reist, og helst fyr; en þetta eru skólarnir í kaupstöðunum. Fáar stofnanir eru fjær því að ná tilgangi sínum, en þessir svonefndu barnaskólar og ber þar margt til. Þeir standa of stutt, kenslukraftar eru alt of litlir, barna- kennarar alt of mentunarsnauðir, og loks eru skólarnir með rammvitlausu sniði. Skólarnir í kaupstöðunum eiga blátt áfram að vera æskuheimili barnanna, og koma þannig í stað götunnar og fjörunnar, heimili, þar sem þau dvelji flest- uin stundum undir eflirliti, og fái máltíðir sínar sameiginlega. Þeir eiga ekki lengur að vera með þessu hálfakademiska sniði, sem hingað til hefirveriðmein þeirra, þar sem mest áherslan er lögð á að troða í börnin einhverjum bókleg- um vísdómi, sem er algerlega einskisverður, að minsta kosti í þeirri mynd, sem hann er tíðkaður nú. Að vísu mundi það síst þykja sitja á þeim, sem þetta ritar, að hafa á móti því, að börnum sje kent að lesa, en hitt vona jeg að enginn lái mjer, þótt mjer finnist margt nauðsynlegra, og ekkert vafamál er það, að innan fárra áratuga verða aðrir hugsanamiðlar komnir í notkun, fullkomnari en bókin. Landa- fræði, náttúrufræði, reikning og málfræði á að leggja niður í barnaskólum í þeirri mynd, sem þessar greinar eru nú kendar, og í sögu á ekki að kenna annað en það, sem skilning veitir á snillingum andans. Enginn verður vitrari þjóðfjelagsborgari þótt hann viti, að einhver flekkur á landabrjefi heitir Hol- 138
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.