Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Blaðsíða 46
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Nú kemst jeg sem sagt að raun um hið gagnstæða. Allir hugsandi menn og
alvarlegar konur hjer austanlands tala um hættuna, sem felist í hinu bágborna
uppeldi barnanna á fjörðunum og útmála með dapurlegustu litum ástandið
eins og það er. Seinast tók austfirska prestastefnan, sem haldin var í Valla-
nesi um síðustu helgi, mál þetta til alvarlegrar íhugunar, já, meira að segja:
þetta barnauppeldismál var að sögn, eitt hið alvarlegasta og vandasamasta úr-
lausnarefni, sem fyrir fundinum lá, enda tókst ekki að leysa það, eftir því sem
jeg hefi frétt.
Barnaheimilin eru nú, að því mjer sögðu klerkar, þær þjóðheillastofnanir,
sem heitast bæri að óska, ef nokkur von væri um viturlegar undirtektir á æðri
stöðum. Hugsa menn sjer stofnanir þessar grundaðar til sveita, og sje þar hafð-
ur búrekstur á kostnað ríkis eða einstaklinga, og tekið við kaupstaðabörnum
að vorinu, strax er þau fara úr skólum, og síðan höfð undir eftirliti uppeldis-
vanra manna og kvenna, uns haustar og skólar hefjast á ný. Mætti í bili nota
unglingaskóla fjórðunganna sem tómir standa að sumarlagi, í þessu augna-
miði. Þetta er einkar viturleg hugmynd.
En það er annað sem endurbótar þarf, að minsta kosti ekki síðar en barna-
heimilin verða reist, og helst fyr; en þetta eru skólarnir í kaupstöðunum. Fáar
stofnanir eru fjær því að ná tilgangi sínum, en þessir svonefndu barnaskólar
og ber þar margt til. Þeir standa of stutt, kenslukraftar eru alt of litlir, barna-
kennarar alt of mentunarsnauðir, og loks eru skólarnir með rammvitlausu
sniði.
Skólarnir í kaupstöðunum eiga blátt áfram að vera æskuheimili barnanna,
og koma þannig í stað götunnar og fjörunnar, heimili, þar sem þau dvelji flest-
uin stundum undir eflirliti, og fái máltíðir sínar sameiginlega. Þeir eiga ekki
lengur að vera með þessu hálfakademiska sniði, sem hingað til hefirveriðmein
þeirra, þar sem mest áherslan er lögð á að troða í börnin einhverjum bókleg-
um vísdómi, sem er algerlega einskisverður, að minsta kosti í þeirri mynd,
sem hann er tíðkaður nú.
Að vísu mundi það síst þykja sitja á þeim, sem þetta ritar, að hafa á móti
því, að börnum sje kent að lesa, en hitt vona jeg að enginn lái mjer, þótt mjer
finnist margt nauðsynlegra, og ekkert vafamál er það, að innan fárra áratuga
verða aðrir hugsanamiðlar komnir í notkun, fullkomnari en bókin. Landa-
fræði, náttúrufræði, reikning og málfræði á að leggja niður í barnaskólum
í þeirri mynd, sem þessar greinar eru nú kendar, og í sögu á ekki að kenna
annað en það, sem skilning veitir á snillingum andans. Enginn verður vitrari
þjóðfjelagsborgari þótt hann viti, að einhver flekkur á landabrjefi heitir Hol-
138